Jökull - 01.01.2016, Qupperneq 130
Kristján Sæmundsson
Óla (1932) getur þess að Bjarni Sæmundsson hafi látið
setja silung í Geststaðavatn, hann hafi dafnað og verið
veiddur. Bjarni Sæmundsson (1897) getur þessa sjálf-
ur og að hið sama mætti gera við Kleifarvatn. Þetta var
árið 1896. Ólíklegt er annað en það hafi verið gert, en
eftir sem áður hélst Kleifarvatn fisklaust.
Deilt um orsakir misvaxtar Kleifarvatns
Um það leyti sem Hafnarfjörður og sýslan eignaðist
Krýsuvík með eignarnámi og vegur var lagður þang-
að um 1940 var farið að rannsaka Kleifarvatn og mik-
il skrif urðu um misvöxt þess. Þau er aðallega að
finna í Sunnudagsblaði Vísis 1941. Náttúrufræðing-
2. mynd. Kleifarvatn nærri hástöðu (ljósm. F.W.W. Howell, frummynd í Fiske-safni í Cornell háskóla, ekki ár-
sett). Horft norður á vatnið ofan af Sveifluhálsi. Mjótt rif tengir Lambatanga við vesturlandið. Áður var hann
eyja og þar urpu álftir (Árni Óla, 1932). Rif er einnig upp úr á milli Innralands og Nýjalands. Geir Gígja (1944)
sýnir þessi nöfn á korti af hæsta vatnsborði Kleifarvatns um 1912 og því lægsta um 1932. Þá hafði lækkað
stöðugt i vatninu frá Krýsuvíkurskjálfta (M 5–6) í sept. 1924 (Pálmi Hannesson, 1941). Eftir rifinu liggur nú
vegarslóði austur að húsaþyrpingunni suður af Geithöfða. Næst fjallinu eru Seltúnshverir og íveruhús frá tíma
brennisteinsvinnslunnar. Henni lauk árið 1884. Húsin voru upphaflega tvö, auk íveruhússins einnig allstór
skemma. Hús þessi eru nýleg á margbirtri mynd Sigfúsar Eymundssonar (ekki ársett). Á mynd Howells er
íveruhúsið eitt, og bersýnilega farið að láta á sjá. Í ferðadagbók von Thiele (1901) er því lýst: „The house or
bungalow, was of corrugated iron, which from want of paint was a rusty brown“. Mynd Howells hefur mjög
líklega verið tekin í þessari ferð, í ágúst árið 1900. Það sumar fór hann með túrista um Suðurland og fyrsta
ferðadaginn var farinn Ketilstígur til Krýsuvíkur, alfaraleið þess tíma. Fyrsta gistinóttin var í þessu yfirgefna
húsi frá tíma brennisteinsvinnslunnar. von Thiele var önnur tveggja kvenna í ferðinni. Í ferðadagbók hennar
(óútgefið handrit í Þjóðarbókhlöðu) eru innlímdar myndir af hópnum á Ketilstíg auk myndarinnar hér að of-
an. Lýsing von Thiele á húsinu kemur dável heim við ljósmyndina. Yfirskrift hennar er „Mud and hot water
geysirs at Krisewik, showing deserted bungalow. Sjá einnig Frank Ponzi (2004). – Krýsuvík, in August 1900.
Photo. Frederick W.W. Howell.
130 JÖKULL No. 66, 2016