Jökull


Jökull - 01.01.2016, Side 140

Jökull - 01.01.2016, Side 140
Finnur Pálsson 8. Mælingar voru gerðar á gasútstreymi í og við Bárð- arbungu. Mest var unnið við mælingar og prófanir á sjálfvirkum gasmælitækjum með fjarskiptabúnaði við opið á jarðhitakatli sem myndaðist í fyrra sunnan í Bárðarbungu (sem er opinn alveg niður í berg ∼100m djúpur). Gasútstreymi var einnig mælt á Grímsfjalli og í Grímsvötnum. 9. Mæld voru GPS hæðarsnið í Grímsvötnum og ná- grenni og kannaðar breytingar á gosstöðvunum frá 2011. 10. Mælt var með íssjá í Grímsvötnum, báðum Skaft- árkötlum og Hamarskötlum. Þá voru mæld snið með jarðsjá (50 MHz) í Grímsvötnum og þaðan í áttina að Bárðarbungu til að kanna legu öskulaga í hjarni og ís. 11. Um miðja vikuna bættust í hópinn tveir menn frá Landsvirkjun og mældu snjóþykkt með hátíðniradar víða um jökulinn í tvo daga. Listamaður vann að verkum sínum í ferðinni og fjórir framhaldsnemar tóku þátt í ýmsum verkefnum; kostnaður við þátttöku þeirra allra var greiddur af styrk til JÖRFÍ frá Vinum Vatnajökuls. Eins og vant er var nokkuð um óvæntar uppákomur, Ford JÖRFI kengfestist í sprungu neðarlega á Skeiðarárjökli og þurfti snjóbíl og lagni til að ná honum, með brotinn framöxul. Nýr öxull barst úr bænum og hann sett- ur í á Grímsfjall. Snjóbíllinn spjó af sér öðru beltinu á hlaðinu á Grímsfjalli en tíu menn með óendanlega þolinmæði komu því á aftur í fallegu kvöldveðri. Þá brotnaði búkki í vélsleða við íssjármælingar við Skaft- árkatla, hann var dreginn á Grímsfjall og gert við hann þar. Þá varð vélarbilun í öðrum sleða. Niðurferð gekk eftir áætlun, farið af Grímsfjalli um hádegisbil eftir mjög ýtarleg skálaþrif. Veðrið var eins og best var á kosið og ferðin sóttist vel þar til snjóbíllinn sem dró tvær þungar kerrur spólaði annað beltið á bólakaf nið- ur í vatnsmettaðan snjó í um 1100 m hæð á Tungna- árjökli. Eftir fumlausa vinnu með bíla, spil, bönd og blakkir tókst að hafa hann af stað aftur. Í Jökulheim- um var gerð veisla sem sumum entist langt fram á sumarnóttina. Heimferð til Reykjavíkur var tíðinda- laus. Leiðangursstjórar voru Guðfinna Aðalgeirsdótt- ir og Finnur Pálsson en umsjón með matarfélagi hafði Anna Líndal. Félagið naut einsog áður styrks frá Vegagerðinni og Landsvirkjun til að mæta hluta kostnaðar við flutn- inga og önnur umsvif í ferðinni. Neyðarlínan, Jarð- vísindastofnun Háskólans og Veðurstofa Íslands tóku einnig þátt í kostnaði við flutninga og farartæki. Vinir Vatnajökuls styrktu þátttöku fjögurra námsmanna og eins listamanns í leiðangrinum. Þátttakendur: Anna Líndal, Eiríkur Finnur Sigur- steinsson, Hannes H. Haraldsson, Ingibjörg Eiríks- dóttir, Ísleifur Friðriksson, Magnús Þór Karlsson, Rögnvaldur Kári Víkingsson JÖRFÍ; Gunnar Kr. Björgvinsson, Helgi Pétursson, HSSR, Baldur Bergs- son, Benedikt Ófeigsson, Bergur H. Bergsson, Mel- issa Pfeffer, Vilhjálmur Kjartansson VÍ; Finnur Páls- son, Guðfinna Aðalgeirsdóttir, Þorsteinn Jónsson, Ág- úst Þór Gunnlaugsson JH; Gísli Bjarki Guðmundsson, Daniel Ben-Yehoshua, Tom Hudson British Antarctic Survey og Cambridgeháskóla, Tinna Jónsdóttir fram- haldsnemi, HÍ, og Katerina Mistal listamaður. Fram á mánudag voru þau Þórdís Högnadóttir, Svandís Helga Halldórsdóttir JH og Hlynur Skagfjörð Pálsson JÖRFI/HSSR. Andri Gunnarsson og Gestur Jónsson LV voru þriðjudag til fimmtudags. Farartæki: Snjóbíll Hjálparsveitar skáta Reykjavík (HSSR), Ford350 JÖRFÍ, Ford Econoline Magnúsar Þórs, Ford350 Landsvirkjunar, Toyota HILUX og þrír vélsleðar Jarðvísindastofnunar Háskólans (JH), Land Rover bílaleigubíll JH, GMC og fimm vélsleðar Veð- urstofu Íslands. The 2016 Spring Expedition The annual expedition to Vatnajökull 2016 took place June 3 to 11. Participants were 28, volunteers of the Iceland Glaciological Society, scientists and techni- cians from the Institute of Earth Sciences University of Iceland and Iceland Meteorological Office, and Na- tional Power Company, students from the University of Iceland and Department of Earth Sciences, Univer- sity of Cambridge, a Swedish artist, and members of HSSR rescue team. Most of the work was conven- tional: mass balance measurements, GPS profiling, radio echo sounding, setup of automatic weather sta- tion on Bárðarbunga, maintenance of permanently in- stalled GPS and seismic instruments, static GPS sur- vey, investigation of Grímsvötn recent eruption sites, maintenance of buildings and instruments on Gríms- 140 JÖKULL No. 66, 2016
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.