Skírnir - 01.09.2003, Page 6
Frá ritstjórum
Flestar greinar þessa haustheftis Skírnis fjalla á einn eða annan hátt um
stöðugar tilraunir mannsins til að finna eða skapa samhengi á milli fortíðar og
samtíðar. Menn rannsaka fortíðina m.a. til að skilja samtíð sína betui og skerpa
vitund sína um sérkenni hennar og vandamál. Tveir guðfræðingar fást við
ímynd kristninnar, þótt á ólíkan hátt sé. Jón Ma. Ásgeirsson skrifar um Lúk-
asarguðspjall, hvernig höfundurinn ljær efni sínu sögulegt samhengi, en Sig-
urjón Árni Eyjólfsson færist í fang að lýsa langvinnri leit manna að hinum
sögulega Jesú. Þriðji guðfræðingurinn, Sólveig Anna Bóasdóttir, rær á önnur
mið. Ofbeldi gegn konum hefur lengi tíðkast og er enn útbreitt vandamál, en
sögulegrar einsýni sinnar vegna, segir Sólveig, hefur lútersk-kristin siðfræði
gefið því lítinn gaum.
Siðfræðin er einnig viðfangsefni Vilhjálms Árnasonar, eða öllu heldur saga
breskrar siðfræði í þeirri hefð sem kennd er við rökgreiningu. Vilhjálmur leit-
ast við að setja þessa siðfræði í samhengi við helstu hugmyndir samtímans,
hvort heldur siðfræði sem rannsókn á sanngjarnri málsmeðferð eða dyggða-
fræði. Berast þá böndin að Aristótelesi, en siðfræði hans var endurreist um
miðbik síðustu aldar sem dyggðafræði. í vorhefti Skírnis 1998 mælti Kristján
Kristjánsson fyrir kostum hugmyndar Aristótelesar um stórmennsku. Nú
gagnrýnir Róbert H. Haraldsson þessa tilraun Kristjáns til að endurreisa
hana.
Samband fortíðar og samtíðar er viðfangsefni Árna Bergmanns sem skrif-
ar um þær róttæku breytingar sem orðið hafa á stöðu rússneskra bókmennta
eftir að Ráðstjórnarríkin liðu undir lok. Umræðan um þjóðernið hefur verið
mikil á síðustu árum, hvað það sé og hvernig greining hugmyndarinnar geti
útskýrt samtímann. Einar Már Jónsson setur fræga skilgreiningu Ernests Ren-
an á þjóðerninu í sögulegt samhengi og gagnrýnir notkun íslenskra fræði-
manna á henni. Annar sagnfræðingur, Loftur Guttormsson, svarar gagnrýni
Sigurðar Gylfa Magnússonar á söguritun sína. Myndlistarmaður Skírnis teng-
ist þessum deilum á óvæntan hátt. Auður Ólafsdóttir listfræðingur skrifar um
verk Ólafar Nordal og greinir í þeim þá grunnhugmynd að sagan verði aldrei
skilin og borin á borð nema í ljósi samtímans.
Heimspeki og kennisetningar koma einnig við sögu hjá þeim greinarhöf-
undum sem fást við íslenskar bókmenntir að þessu sinni. Álfrún Gunnlaugs-
dóttir ræðir um doktorsrit Birnu Bjarnadóttur, Holdið hemur andann, en
Dagný Kristjánsdóttir fer víðar yfir í grein sinni um lesbískar bókmenntir sem
kallast á við grein Geirs Svanssonar um hinsegin fræði í hausthefti Skírnis
1998. Skáld Skírnis er Klopstock sem lést fyrir réttum tveimur öldum. Hann-
es Pétursson fylgir ljóðaþýðingu sinni úr hlaði með formálsorðum.
Svavar Hrafn Svavarsson og Sveinn Yngvi Egilsson