Skírnir - 01.09.2003, Síða 8
234
HANNES PÉTURSSON
SKÍRNIR
Klopstock hugðist ekki birta Messíasarkviðu fyrr en hann hefði
lokið henni til fulls. En það snerist á annan veg og varð útgáfusag-
an löng. Skólabróðir hans einn í Leipzig, kær vinur og náfrændi,
kom því til leiðar að upphaf kviðunnar, undir hexametri, rataði í
hendur þeirra ungu andans manna sem stóðu að tímaritinu Neue
Beytráge zum Vergniigen des Verstandes und Witzes (nefnt yfirleitt
síðar til hægðarauka Bremer Beitráge), og fengu þeir talið Klop-
stock á að láta prenta þrjá fyrstu söngvana þar. Þetta gekk eftir. Þeir
birtust í 4. bindi tímaritsins 1748 (Bremen, Leipzig), í tveimur heft-
um, og vöktu svo mikla athygli og hrifningu að skáldhróður Klop-
stocks fór sem elding um þýzkan bókmenntaheim. Flestir, hvaða
guðsskilning sem þeir aðhylltust, urðu hugfangnir af andríku trú-
arþeli og bragstíl þessa skálds, sem hvort tveggja skall þvert á rök-
legan heim upplýsingarmanna. Þó voru þeir til í landinu sem vildu
og skildu eingöngu „Lieder“, kölluðu hexameter - nýlundu á þjóð-
tungunni - ekki sanna ljóðagerð, heldur endarímslaust þrugl. Einn
þeirra var háæruverðugur lögmaður í Frankfurt, faðir Goethes,
sem hins vegar tókst allur á loft, ungur sveinn, þegar hann las hið
nýja og víðfeðma mál hjartans í upphafi Messíasarkviðu, fellt í tig-
inn bragstíl sem var landnám innan feðratungu hans. Og segir
Goethe í Dicbtung und Wabrheit með miklum ágætum frá viðtök-
um Messíasarkviðu í föðurhúsum.
Útgáfusaga Messíasarkviðu eftir þetta er sú í megindráttum að
framhaldið birtist í nýjum og nýjum áföngum, fjórum bindum
alls: Fyrstu fimm söngvarnir komu út saman í Halle 1751, fyrri
helmingurinn allur í Kaupmannahöfn 1755 og einnig fimm næstu
söngvar 1768; þeir voru prentaðir í Halle ári síðar, og þar komu
jafnframt út lok kviðunnar árið 1773 (söngvarnir 16-20). Verkið
allt í heild var síðan prentað í Altona 1780. Á langri leið hafði
skáldið vikið mörgu við í fyrri prentunum, hann var harður gagn-
rýnir eigin orða, hvort heldur sem trúfræðingur eða bragsmiður,
og þykir textasaga Messíasarkviðu flókin að ýmsu leyti.
Jafnhliða Messíasarkviðu orti Klopstock þau kvæði (Oden) sem
halda uppi skáldfrægð hans nú á dögum framar en stórvirkið um
endurlausnina, þótt hvort tveggja í sameiningu ylli straumhvörf-