Skírnir - 01.09.2003, Síða 9
SKÍRNIR
ÞAKKARÓÐUR EFTIR KLOPSTOCK
235
um í ljóðstíl og ljóðhugsun á þýzka tungu. Lýrískir kostir kvið-
unnar, og annmarkar hennar um leið sem hetjuljóðs, hafa oft verið
ræddir allt frá dögum þeirra átjándu aldar manna sem lásu hana af
mestu viti, svo sem Herder og Schiller, og þarflítið væri að dvelja
hér við slíkt. En hvað sem segja má um annmarka Klopstocks - og
hvaða skáld er laust við annmarka? - liggur frá honum rauður
þráður til margra snillinga: hann ruddi brautina fyrir Sturm und
Drang, Hölderlin dáði Klopstock og lærði af honum, Stefan
George lofaði háleita málauðgi hans, líklega fyrstur höfunda á 20.
öld svo að eftir yrði tekið, Rilke las skáldverk Klopstocks á síðari
árum sínum, þótti mikið til koma, sem leynir sér ekki heldur í
ljóðstíl hans sums staðar. í dönskum bókmenntum markaði Klop-
stock einnig djúp spor, þar eð höfuðskáldið Johannes Ewald tók
hann sér til fyrirmyndar.
Þau kvæði Klopstocks önnur en Messíasarkviða, sem hér voru
nefnd, eru órímuð, undir fornklassískum háttum, ýmsum reglu-
bundnum, rytmískum tilbrigðum við þá, er Klopstock sjálfur
skóp, og í þriðja lagi undir frjálsri hrynjandi, stíl sem hann var
einnig frumsmiður að í þýzkum skáldskap. Kvæði af þessum toga
verða með vissu rakin aftur til ársins 1747, en fyrsta safn þeirra frá
hendi Klopstocks kom út í Hamborg 1771, tileinkað aðalsmann-
inum Bernstorff, vini skáldsins og samlanda. Eins og frá greinir í
sögu Norðurlanda fór Bernstorff af miklum hyggindum með ut-
anríkismál í Danaveldi á stjórnarárum Friðriks konungs fimmta,
og hann réð því að Klopstock settist að í Danmörku 1751 og hafði
þar aðsetur á góðum skáldalaunum frá konungi. Árið 1770 náði
Struensee fullum undirtökum í stjórnkerfi ríkisins og lét víkja
Bernstorff frá völdum. Þeir Klopstock báðir fluttust þá til Ham-
borgar og átti skáldið heima í þeirri borg til æviloka, 1803. Utför
hans var gerð með svo hátíðlegum tignarbrag að sæmt hefði þjóð-
höfðingja.
Þegar sú stund rann upp í lífi Klopstocks sem hann hafði lengi
þreyð, að hann lyki Messíasarkviðu, orti hann andheitan
þakkaróð til endurlausnarans. Talið er að það væri í ársbyrjun
1773. Ljóðið nefnist á frummáli „An den Erlöser“ og fer hér á eftir