Skírnir - 01.09.2003, Page 11
SKÍRNIR
ÞAKKARÓÐUR EFTIR KLOPSTOCK
237
Hin frjálsa hrynjandi („freie Rhythmen“) er í meðförum Klop-
stocks bundin að vissu marki, hún er bundin þaulhugsaðri orða-
röð, stundum samanrekinni, og þaulhugsuðum, rytmískum áherzl-
um, þótt óháðar séu fastri bragliðaskipun og rími. Ætla ég mér ekki
þá dul að þessi stíll verði túlkaður í þýðingu svo að vel sé; hann er
djúprættur í áherzlukerfi frummálsins, en orðin sem standa þýð-
anda til boða hljóta hins vegar að fara sínu fram, hvert af öðru.
Til endurlausnarans
eftir Friedrich Gottlieb Klopstock
Til þín var sú von mín! og sungið hef ég,
friðþægjari guðs, söng sáttmálans nýja!
Ég fetaði til enda hina feiknlegu braut;
og hrasanir mínar hefur þú fyrirgefið!
Byrja þú hörpusláttinn,
heita, vængjaða, eilífa þökk!
byrja þú, byrja þú, blóð hjarta míns dunar!
og ég græt af sxlu.
Ég beiðist engra launa, launað var mér
með engilfögnuði, þegar ég söng um þig!
örvun sálarinnar allrar
niður í djúp ýtrustu orku hennar!
Hugarrótið gagntæka, að himinn
hvarf mér og jörð!
og nú eigi svo geyst sem stormur þyti; þýðlega í brjósti mér,
viðlíkt árdegi um vor, kliðaði lífið.
Ei þekkir alla þökk mína sá,
sem þess gengur enn dulinn,
að sálin, þegar úthellt er því sem innst býr,
ratar ekki á rétt orð án hindrunar.
Launað var mér, launað! Ég sá
tár væta kinn kristins manns:
og auðnast á ókominni tíð
augum að líta tárið himneska!