Skírnir - 01.09.2003, Side 12
238
HANNES PÉTURSSON
SKÍRNIR
Með fögnuði manna ennfremur. Til einskis dyldi ég fyrir þér
hjarta mitt, hið metnaðarfulla.
Ákaft barðist það í brjósti mér ungum; og jafnan
sló það hratt, samt stillilegar, þótt eldri yrði ég.
Lofstír eða trúlyndi, hvort heldur væri,
keppið eftir því! Að leiðtoga kaus ég mér logann!
Hátt blaktir heilagur loginn fyrir, og hinum metnaðarfulla
bendir hann á heillaríkan veg!
Hann var sá, hann olli því, að fögnuður manna,
seiðmáttugur, svæfði mig ekki;
hann vakti mig oft, svo að aftur sneri ég
til engilfagnaðarins!
sem vakti mig einnig, með háum, hvellum silfurhljómi,
með endurminningu, unaðssamri, um hinar helguðu stundir,
hann sjálfur, hann sjálfur engilfögnuðurinn,
með hörpu og lúðri, með þrumuraust!
Náð hef ég markinu, náð markinu! og nú, á þessari stund,
altekur það sál mína! Svo fer okkur (ég ræði
á mannlega vísu guðleg efni) eitthvert sinn, þið bræður þess,
er dó! og frá dauðum reis upp! þá er kemur til himna!
Upp til þessa takmarks hefur þú,
herra minn! og guð minn!
fram hjá fleiri en Einni gröf
fylgt mér, máttugum armi!
Heilsubót gafst þú mér! gafst einurð, ákvörðun
andspænis háskasemdum dauðans!
Og kyimtist ég ef til vill þeim hinum ókunnu, skelfilegu,
er víkja hlutu, því hlífiskjöldurinn varst þú?
Þær flýðu! og ég hef sungið,
friðþægjari guðs, söng sáttmálans nýja!
Ég fetaði til enda hina feiknlegu braut!
Til þín var sú von mín.