Skírnir - 01.09.2003, Page 13
RITGERÐIR
RÓBERT H. HARALDSSON
Endurreisn mikillætis
og stórmennskan
i
Þessi grein bregður birtu á tvær spurningar er báðar lúta að til-
raunum til að endurvekja mikillæti (megalopsychia) í anda
Aristótelesar á 19. öld og á okkar dögum. Sú fyrri er þessi: Hvað
felst í slíkri endurreisn? Og hin síðari: Er endurreisn mikillætis í
anda Aristótelesar möguleg nú um stundir? Meginmarkmiðið er
að vekja athygli á því hve torvelt getur reynst að endurreisa mik-
illæti í samtímanum og einnig á því að þeir erfiðleikar segja okkur
ýmislegt um samtímann, ekki síður en um mikillætið. Tilefni þess-
ara vangaveltna er ekki síst skrif Kristjáns Kristjánssonar en í
Skírnisgrein vorið 1998 leitast hann við að hefja megalopsychia,
sem hann kallar stórmennsku, „á stall sem markmið í siðlegu upp-
eldi nútímans [...]“.' Mér vitanlega hefur enginn brugðist við
þeirri viðleitni Kristjáns að hefja þessa eldfornu og heiðnu dygð á
stall í íslenskum samtíma. Kann ástæða þessa að vera sú að á sama
tíma og greinin birtist átti Kristján í miklum deilum við marga
fræðimenn um póstmódernisma sem fylgdu í kjölfar skrifa hans í
1 Kristján Kristjánsson, „Stórmennska". Skírnir, 172. ár (vor 1998). Greinin er
endurprentuð í greinasafni Kristjáns, Mannkostir (Reykjavík: Háskólaútgáfan,
2002) og er vitnað til þeirrar útgáfu hér (bls. 93). Kristján hefur einnig birt efni
um mikillæti á ensku. Sjá einkum bók hans Justifying Emotions: Pride and Jeal-
ousy (Lundúnum/New York: Routledge, 2002), bls. 99-104 og 126-29 og grein-
ina „Self-respect, Megalopsychia, and Moral Education". Joumal of Moral Edu-
cation (1)27/1998, bls. 5-17. Ég vil þakka Jóni Á. Kalmanssyni, Kára Bjarnasyni,
Róberti Jack, Vilhjálmi Árnasyni og ritstjórum Skímis margar góðar ábending-
ar sem ég tók tillit til við lokafrágang greinarinnar. Grein þessi tengist rannsókn
sem styrkt hefur verið af Rannís (Markáætlun um upplýsingatækni og umhverf-
ismál) og hef ég einkum rætt efni hennar við Jón Á. Kalmansson og Þorvarð
Árnason, tvo af samstarfsmönnum mínum í þeirri rannsóknarvinnu.
Skírnir, 177. ár (haust 2003)