Skírnir - 01.09.2003, Síða 14
240
RÓBERT H. HARALDSSON
SKÍRNIR
Lesbók Morgunblaðsins haustið 1997. Við fyrstu sýn virðist þó
endurvakning mikillætis í anda Aristótelesar fela í sér róttækari
endurskoðun á gildum, skoðunum og venjum í samtíma okkar en
gagnrýni Kristjáns á póstmódernista eða póststrúktúralista.2 Mikil-
læti í anda Aristótelesar virðist nefnilega hafa á sér yfirstéttarbrag,
bera vott um úrvalshyggju (elítisma) og að ýmsu leyti ganga í ber-
högg við manngildishugsjón kristinna manna.3 Hinum mikilláta
hefur verið lýst sem hégómlegu, snobbuðu, vanþakklátu, verk-
smáu, lötu, kaldlyndu, sjálfhverfu og vinafáu merkikerti.4 Og
stundum virðist lýsing Aristótelesar sjálfs beinlínis gefa tilefni til
slíkrar gagnrýni. Hinn mikilláti telur til dæmis að sú virðing sé ekki
til sem er honum samboðin en eigi að síður þiggur hann virðingu
góðra manna vegna þess að „þeir hafa ekkert meira að bjóða [...]“
og síðan bætir Aristóteles við:
Hins vegar forsmáir hann fullkomlega virðingu almúgans og heiður sem
honum hlotnast vegna lítilsverðra hluta, enda verðskuldar hann ekki slíkt,
og sömuleiðis vanvirðu, því hún er ekki réttlát.5
Það eru þó kannski einkum eftirfarandi lýsingar á hinum mikilláta
sem farið hafa fyrir brjóstið á nútímamönnum:
Honum virðast einnig vera minnisstæðar þær velgjörðir sem hann vinnur
öðrum, en ekki hinar sem aðrir vinna honum, því sá sem nýtur velgjörð-
anna er síðri hinum sem vinnur þær. Og honum virðist ljúft að heyra af
eigin verkum, en óljúft að heyra af verkum annarra.6
Það er einnig til merkis um mikillæti að beiðast einskis eða vera tregur til,
en veita heilshugar aðstoð og sýna yfirlæti mönnum sem njóta virðingar
2 f formála að þýðingu sinni á Siðfrœði Níkomakkosar, fyrra bindi (Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag, 1995) segir Svavar Hrafn Svavarsson að síðustu
aldir hafi þessi dygð „farið fyrir bringspalirnar á fólki [...]“ (18), hún sé „an-
kannaleg í augum okkar [...]“ (146) og í skýringargrein skrifar hann: „Hún
stingur í stúf við viðteknar skoðanir okkar tíma [...]“ (346n).
3 Sjá Kristján Kristjánsson, Mannkostir, bls. 93-106 og formála og skýringar Svav-
ars Hrafns Svavarssonar við Siðfrœði Níkomakkosar.
4 Sjá Kristján Kristjánsson, Mannkostir, bls. 81-91.
5 Siðfrœði Níkomakkosar, fyrra bindi, bls. 349 [1124a].
6 Sama rit, bls. 351 [1124b].