Skírnir - 01.09.2003, Page 22
248
RÓBERT H. HARALDSSON
SKÍRNIR
Kristján segir að það „virðist enginn hörgull vera á verðugum við-
fangsefnum fyrir dygðumprýdd stórmenni" (leturbreyting mín)
láist honum að svara þessari spurningu.28 Ef horft er af sjónarhóli
kristinnar mannúðarstefnu eða umbótasinnaðrar nytjastefnu virð-
ist sannarlega enginn hörgull á verkefnum á okkar dögum og hið
sama kann að eiga við um þann sem finnur auðveldlega til samúð-
ar. En alls óvíst er hvort hið sama blasi við ef annarri lífsstefnu er
fylgt, önnur lífssýn lögð til grundvallar. Ofugt við Kristján veitir
Aristóteles afdráttarlaus svör við þessari spurningu með því að
tengja saman horf hins mikilláta við hlutunum og tilverunni ann-
ars vegar og seinlæti hans og leti hins vegar. Þegar Aristóteles seg-
ir að hinn mikilláti sé latur og seinn til verka bætir hann strax við:
„Hann tekur sér ekki margt fyrir hendur nema það sem er mikils
vert og merkilegt."29 Og stuttu síðar staðhæfir hann síðan að hinn
mikilláti hafi „ekki dálæti á neinu, því fyrir honum [sé] ekkert
stórt.“30 Hinn mikilláti lítur stórt á sjálfan sig og telur flest af því
sem menn taka sér fyrir hendur lítilsiglt. Samkvæmt Aristótelesi
virðist því ofangreint skilyrði sem kveður á um undantekningu -
hinn mikilláti tekur sér ekki margt fyrir hendur nema um sé að
ræða mikinn heiður - sjaldan uppfyllt en ekki oft eða alltaf eins og
Kristján gerir ráð fyrir.
Síðar í greininni tekur Kristján að vísu fram, eins og áður sagði,
að eina setningin sem hann vilji strika út úr lýsingu Aristótelesar
sé einmitt sú sem ég vísaði til hér að framan um að hinn mikilláti
hafi ekki dálæti á neinu því fyrir honum sé ekkert stórt:
28 f Justifying Emotions-. Pride and Jealousy, fer Kristján hins vegar ofan í
saumana á skyldu efni þegar hann ræðir um hvenær stolti (pridefulness) hins
mikilláta sé fullnægt (bls. 126-29). Þar leggur Kristján sérstaka áherslu á hug-
rekki og hetjudáðir venjulegra manna (ekki ofurhetja) og tekur m.a. eitt mjög
gott dæmi í þessu samhengi, nefnilega hugrekki unglings sem stenst þrýsting
jafningjanna (peer pressure). Ég vil hins vegar ítreka tvennt hér. f fyrsta lagi að
markmið mitt í þessari grein er ekki að færa rök gegn megináherslum Kristjáns
sem hverfast um stolt og sjálfsvirðingu. í öðru lagi neita ég því ekki að hægt er
að færa góða vörn fyrir stórmenni Kristjáns, möguleikum þess og mikilvægi.
Áherslan í grein minni er á að skoða þau atriði í lýsingu Aristótelesar sem
Kristján, líkt og gagnrýnendurnir sem hann svarar, hefur litla trú á.
29 Siðfræði Níkomakkosar, fyrra bindi, bls. 352 [1124b].
30 Sama rit, bls. 353 [1125a], leturbreyting mín.