Skírnir - 01.09.2003, Page 23
SKÍRNIR ENDURREISN MIKILLÆTIS OG STÓRMENNSKAN 249
Eina setningin sem ég vildi strika út úr lýsingu stórmennskunnar hjá
Aristótelesi er raunar sú sem Hume, Mill og Nietzsche ættu erfiðast með
að kyngja: að stórmennið hafi ekki dálæti á neinu þar sem fyrir því sé
„ekkert stórt“. Aristóteles vill með þessum orðum hnykkja á hve stór-
mennið sé þurftasmátt; en eitt er að vera þurftasmár, annað að vera lífs-
þreyttur, „dálaus“ og dignaður á vilja, eins og þessi ummæli benda til. í
anda Humes, Mills og Nietzsches vildi ég sjá þá lýsingu á stórmenninu að
því brenni skap af sterkum löngunum og heitum ástríðum, en það beini
þeim öllum í réttan farveg, sjálfu sér og öðrum til heilla.31
Kristján tengir þessi orð að vísu ekki við fyrri umræðu um að hinn
mikilláti sé latur og seinn til verka en auðvitað gæti hann tengt þetta
tvennt saman í varnarræðu sinni.32 Hann gæti nefnilega haldið því
fram að þegar þessi setning hafi verið strikuð út - og viðhorfi hins
mikiUáta breytt í samræmi við það - sé horfin ástæðan fyrir leti og
seinlæti hins mikilláta. Ymislegt yrði þá stórt fyrir hinum mikilláta
og hann mundi bera kennsl á fjölda tilefna mikilla og góðra verka:
Ég hef [...] svarað þeirri gagnrýni að stórmennið hreyfi hvorki legg né lið
nema vænleg afreksverk séu í boði. Stórmennið hlýtur að vera skjótlegt til
smáræða, jafnt sem sío'rræða, svo fremi að dygðir kalli, þótt því þyki þau
síðarnefndu vissulega heimtufrekari og meira spennandi.33
En hvers vegna skyldum við fara með blákrítina yfir setninguna
um að hinn mikilláti hafi ekki dálæti á neinu því fyrir honum sé
ekkert stórt? Rök Kristjáns hrökkva skammt og kemur þar þrennt
til. I fyrsta lagi verður ekki séð að Aristóteles tengi þessi ummæli
við það að hinn mikilláti sé þurftasmár eins og Kristján heldur
fram. Aristóteles segir einfaldlega ekkert um það í þessu samhengi,
og ummælin virðast ljóslega benda til þess að hann hafi í huga
matið sem hinn mikilláti leggi á hitt og þetta; og samhengi um-
mælanna styrkir síðan þá túlkun því Aristóteles lætur orðin falla
er hann ber saman hinn mikilláta annars vegar og smjaðrarann og
hinn undirgefna hins vegar. Ekki er því hægt að saka Aristóteles
um að ýkja stórlega hve þurftasmár hinn mikilláti sé („en eitt er að
31 Kristján Kristjánsson, Mannkostir, bls. 107.
32 En slík vörn er klárlega í anda Kristjáns.
33 Kristján Kristjánsson, Mannkostir, bls. 101.