Skírnir - 01.09.2003, Side 25
SKÍRNIR ENDURREISN MIKILLÆTIS OG STÓRMENNSKAN 251
dæmis að hinum mikilláta vaxi ekkert í augum,35 að honum vaxi
„ekki einu sinni virðing í augum 36 að hann berji hvorki
lóminn né leiti hjálpar, „því slík breytni væri til merkis um að
hann tæki vandræðin alvarlega [...]“,37 að hann taki fátt hátíðlega
og líti ekki upp til neins.38 Kristján gæti því þurft að fara með
blákrítina víðar í lýsingu Aristótelesar. í öðru lagi er ljóst að
Aristóteles tengir þessar umsagnir við mikilvæga eiginleika og
dygðir hins mikilláta. Aristóteles segir til dæmis að það hæfi
engan veginn mikillátum að [...] fremja afbrot, því til hvers ætti maður að
drýgja ódæði sem ekkert vex í augum?39
Og einnig að mikillátur maður láti sig
einkum varða virðingu [...] en eigi að síður gætir hann meðallags í mál-
um sem varða auð og völd, gæfu og gæfuleysi, í hverju sem ber að hönd-
um, og gleðst hvorki úr hófi þó gæfan sé hliðholl né kvelst skefjalaust við
mótlæti, því honum vex ekki einu sinni virðing í augum.40
Hvort sem um ræðir dygðir, löghlýðni eða æðruleysi horfir
Aristóteles til þess að fyrir hinum mikilláta sé ekkert stórt og þess
að honum vaxi ekkert í augum. Hér er greinilega um að ræða við-
horf sem liggur til grundvallar ólíkum dygðum og breytni hins
mikilláta, og afleiðingar þess að hrófla við því felur í sér umbylt-
ingu hins mikilláta.41
35 Siðfrœði Níkomakkosar, fyrra bindi, bls. 348 [1123b].
36 Sama rit, bls. 349 [1124a].
37 Sama rit, bls. 353 [1125a].
38 Sama rit, bls. 353 [1125a].
39 Sama rit, bls. 348 [1123b].
40 Sama rit, bls. 349 [1124a].
41 Ummæli Aristótelesar um að fyrir hinum mikilláta sé ekkert stórt eiga sér djúp-
ar rætur í skilningi ýmissa Forngrikkja á sönnum heimspekingi og afstöðu hans
til mannlífsins og veruleikans í heild sinni. í Ríkinu er t.d. þessi samræða milli
Sókratesar og Glákons: „Þú mátt ekki láta þér yfirsjást neina lítilmennsku í fari
hennar [sálarinnar]. Því smásálarskapur er vísast það sem er andstæðast sál sem á
ætíð að bera sig eftir heildinni og öllu sem er, bæði guðlegu og mennsku. Þetta er
hverju orði sannara, sagði hann [Glákon]. Heldurðu að stórum huga sem horfir
yfir allan tíma og alla veru geti fundist þetta mannlíf eitthvað stórfenglegt? Nei,
það er óhugsandi, sagði hann.“ Platon. Ríkið, síðara bindi. Þýð. Eyjólfur Kjalar
Emilsson (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1991), bls. 99.