Skírnir - 01.09.2003, Page 31
SKÍRNIR ENDURREISN MIKILLÆTIS OG STÓRMENNSKAN 257
ekki í té gervilimi, vaxnef eða gleraugu heldur hreyfir við nemand-
anum og vekur sjálfstraust hans. Samkvæmt þessum mælikvarða
telur Nietzsche að Schopenhauer eigi fáa jafningja í hópi heim-
spekinga. Athyglisvert er hvernig Schopenhauer hreyfir við
Nietzsche. Hann víkur fyrst talinu að málrómi og göngulagi
Schopenhauers:
Talandi Schopenhauers [...] svipar lítið til fræðimannsins sem frá náttúr-
unnar hendi er með stirða limi og þröngt brjósthol, og sem bera sig því
skelíilega vandræðalega og stirðbusalega.49
Hér vantar ekki annað en Nietzsche segi berum orðum að
Schopenhauer hafi dimman og styrkan róm og rólegt göngulag.50
Hann er a.m.k. andstæða þess einstaklings sem hefur stirt og óró-
legt göngulag og hásan eða hvellan róm.51 Og Nietzsche heldur
því fram að við förum sjálf að anda dýpra og öðlumst ró í návist
slíkra hugsuða:
Hin máttuga vellíðunarkennd mælandans umfaðmar okkur strax með
fyrstu tónum raddar hans; líkt og þegar við göngum inn í stórskóg, drög-
um djúpt andann og finnum samstundis til vellíðunar.52
Nietzsche heldur því að vísu fram að hér sé einungis um að ræða
fyrstu og hin lífeðlislegu áhrif („physiologischen Eindruck
[...]“) sem Schopenhauer hafði á hann.53 Því má spyrja hversu
djúpt risti tal Nietzsches um málróm og andardrátt í heimspeki
hans.
49 Friedrich Nietzsche, Sdmtliche Werke. Kritiscke Studienausgabe in 15 Einzel-
banden I. Ritstj. Giorgio Colli og Mazzino Montinari (Berlín/New York:
Walter de Gruyter, 1967-1977 og 1988), bls. 347, leturbreyting mín. Hér eftir
er vitnað til þessarar útgáfu með skammstöfuninni KSA og síðan bindi og blað-
síðu (KSA 1, 347).
50 Sjá einnig KSA 3, 525-26.
51 Hér er einnig minnisstæð lýsing Georgs Brandesar á Henrik Ibsen: „Hans
Gang er langsom, han forer sig med Værdighed, hans Holdning er fornem."
Georg Brandes, Det Moderne Gjennembruds Mxnd. En Rxkke Portrxter
(Kaupmannahöfn: Gyldendalske Boghandels Forlag, 1883), bls. 76.
52 KSA 1, 347.
53 KSA 1, 349.