Skírnir - 01.09.2003, Page 32
258
RÓBERT H. HARALDSSON
SKÍRNIR
Skemmst er frá því að segja að málrómur, andardráttur og and-
rúmsloft eru meðal mikilvægustu matshugtaka Nietzsches.54 í
Sifjafræði siðferðisins (Zur Genealogie der Morat) skrifar hann til
dæmis:
Við ætmm að hlusta á hvernig hugsuður hljómar þegar hann talar: sérhver
hugsuður hefur sinn eigin hljóm og elskar sinn eigin hljóm. [...] [En]
þessi náungi þarna er sjaldan annað en hás, kannski er hann búinn að
hugsa sjálfan sig hásan [...].55
Og hörðustu vandlætingu sína á þrælslegri sjálfsblekkingu og
óheilindum lætur Nietzsche í ljósi með einfaldri upphrópun:
„Vont loft! Vont loft!“5é Og í Ecce Homo:
ísinn er nálægur, einveran gríðarleg - en hve rólega allir hlutir liggja í ljós-
inu! Hve óþvingað maður andar!57
Göngulagið er ekki síður mikilvægt fyrir Nietzsche en málrómur-
inn og andardrátturinn. Hann eignar hugsun sinni og skrifum iðu-
lega takt eða göngulag og notar þá gjarnan heiti úr tónlistarmáli.58
í Handan góðs og ills (Jenseits von Gut und Böse, hluta 28) notar
hannpresto og allegrissimo til að lýsa stíl og hugsun ólíkra einstak-
linga og þjóða og tengir þau hugtök með beinum hætti við göngu-
lag.59 Machiavelli getur til dæmis „ekki stillt sig um að setja jafn-
vel alvarlegustu málefni fram í gustmiklum allegrissimo [...] [og
lætur] langar, erfiðar, hraðar og viðsjárverðar hugsanir geysast
54 Athyglisvert er að bera hugmyndir Nietzsche saman við hugmyndir Thoreaus.
Thoreau segir t.d. að samtímamenn sínir standi iðulega á öndinni eða eigi „erfitt
með að ná andanum" („gasping for breath"). Sjá Henry David Thoreau, A
Week on the Concord and Merrimack Rivers, Walden, The Maine Woods, Cape
Cod (New York: The Library of America, 1985), bls. 328.
55 KSA 5, 353-54.
56 KSA 5, 282.
57 KSA 6, 258.
58 Sjá einnig Emerson: „Thoughts walk and speak, and look with eyes at me, and
transport me into new and magnificent scenes." Ralph Waldo Emerson, Essays
and Lectures (New York: The Library of America, 1983), bls. 154.
59 Friedrich Nietzsche, Handan góðs og ills. Þýð. Þröstur Ásmundsson og Arthúr
Björgvin Bollason (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1994), bls. 127-
30.