Skírnir - 01.09.2003, Síða 33
SKÍRNIR ENDURREISN MIKILLÆTIS OG STÓRMENNSKAN 259
fram á brokki og með léttúðarfullum galsa/‘é0 Og Petrónius er
„snillingur í presto [...] honum [eru] gefnir fætur vindsins, þytur
og andblær frelsandi glettni vinds sem frískar allt með því að láta
það hlaHpa!“61 í formálanum að Dagrenningu (Morgenröte) segist
hann sjálfur lesa og skrifa lentó,62 og í formálanum að Ecce homo
að „hraði þessarar orðræðu sé viðkvæmt adagíó [...]“.63 Vitaskuld
má líta svo á að Nietzsche noti þessi tónlistarheiti einvörðungu
sem líkingamál og annað ekki, líkt og þegar talað er um sólargang-
inn. I Handan góðs og ills er þó að finna skýringu Nietzsches sjálfs
á því hvers vegna erfitt sé að skilja hann, sem sýnir hversu alvarlega
hann vill að skrif sín um gönguna séu tekin:
Það er hart að vera skilinn, sérstaklega þegar maður hugsar og lifir
gangasrotogati, meðal manna sem lifa og hugsa öðruvísi, nefnilega kur-
magati, eða þegar best lætur „eftir göngulagi frosksins", mandukagati
[,..].64
Nietzsche notar hér orð úr sanskrít til að gera sig skiljanlegan, eða
óskiljanlegan;65 „gati“ merkir göngulag, „sroti" straumur árinnar,
og „gángá" vísar til fljótsins Ganges sem rennur um Norður-Ind-
land og Bangladesh út í Bengalflóa. í heild merkir orðið því „eins
og fljótið Ganges streymir". „Kurmagati" merkir „göngulag
skjaldbökunnar" en „mandukagati", eins og Nietzsche bendir á,
„göngulag frosksins“.66 Hraðinn í hugsun og lífi Nietzsches er
eins og straumur árinnar Ganges. Erfiðleikarnir sem Nietzsche sér
fyrir sér að lesendur hans muni lenda í þegar þeir reyna að skilja
verk hans felast ekki fyrst og fremst í því að skilja inntakið í ný-
60 Sama rit, bls. 129-30.
61 Sama rit, bls. 130.
62 KSA 3, 17.
63 KSA 6, 260.
64 Sama rit, bls. 126-27.
65 Eftir að hafa notað þessi framandi orð segir Nietzsche að hann reyni greinilega
allt til að gera sjálfan sig óskiljanlegan. Athyglisvert er hvernig þessi tilvitnun
sýnir það sem hún segir, þ.e. að fáum sem séu að flýta sér muni takast að skilja
þessa setningu.
66 Sjá skýringu við þýðingu Walters Kaufmann, Beyond Good and Evil (New
York: Vintage Books, 1966), bls. 39. Sjá einnig Friedrich Nietzsche, Handan
góðs og ills, bls. 126n.