Skírnir - 01.09.2003, Page 34
260
RÓBERT H. HARALDSSON
SKÍRNIR
stárlegum hugmyndum hans eða í því að fylgja flóknum rökfærsl-
um hans. Nietzsche vísar til göngulags og hraða. Lesendur munu
eiga erfitt með að skilja Nietzsche því hraðinn í lífi þeirra og hugs-
un er annar en í lífi og skrifum hans. Erfiðleikarnir séu því ekki
fólgnir í hugmyndunum sjálfum - hversu flóknar og torskildar
þær eru - heldur í tengslum okkar við hugmyndirnar; við lifum og
hugsum hraðar (líkt og froskar), eða hægar (líkt og skjaldbökur),
en hugsuðurinn sem líður hægt áfram eins og Gangesfljót. Orð
Aristótelesar um rólegt göngulag og dimman og styrkan málróm
hins mikilláta þyrftu því ekki að koma Nietzsche á óvart. Og það
er mjög ólíklegt að Nietzsche hefði litið á þessi einkenni sem
aukaatriði, sérstaklega ef þau orð Aristótelesar eru höfð í huga, að
„maður sem tekur fátt hátíðlega þarf ekki að flýta sér og maður
sem lítur ekki upp til neins þarf ekki að æsa sig, en hvellur rómur
og asi spretta af flýti og æsingi.“
V
Eins og bent var á hér að framan virðist Kristján samþykkja þá
forsendu gagnrýnenda Aristótelesar að óæskilegt sé að vera latur
og seinn til verka, taka sér fátt fyrir hendur nema það sem mikils-
vert er. Kristján bendir hins vegar á að svo þurfi alls ekki að vera
enda sé nóg af verkefnum í samtímanum fyrir „dygðumprýdd
stórmenni". En Kristján skoðar ekki þann möguleika að menn
kynnu að vilja endurvekja mikillæti einmitt vegna þeirra eiginleika
sem hann dregur úr eða horfir framhjá í lýsingu Aristótelesar.
Nánar tiltekið gefur hann því ekki gaum að þetta kann að vera
ástæða þess að þeir höfundar á 19. öld, sem hann tiltekur sérstak-
lega (og fleiri skyldir), hafi viljað endurvekja mikillæti.
Nietzsche áleit eirðarlaust annríkið höfuðeinkenni samtíma
síns. I Dagrenningu nefnir hann 19. öldina „öld vinnunnar" og
skýrir nafngiftina svo: ,,[Ö]ld „vinnunnar“, það er að segja, hrað-
ans, ósæmilegs og svitnandi flýtis, sem vill „ljúka öllu“ undir eins,
þar með talið sérhverri gamalli og nýrri bók [...]“.67 Nietzsche fer
67 KSA 3, 17. Sjá einnig formála Nietzsches að Sifjafrœði siðferðisins.