Skírnir - 01.09.2003, Page 37
SKÍRNIR ENDURREISN MIKILLÆTIS OG STÓRMENNSKAN 263
„En meðan þú bíður verður þú gamall og gagnslaus.“
„Svo verður þá að vera: Ég get setið úti í horni og orðið að engu (eins og
þú kallar það), en ég hræri mig hvergi fyrr en ég fæ æðstu skipun [...].“73
Því er ekki haldið fram hér að Emerson leggi hinum mikilláta
manni Aristótelesar orð í munn en skyldleikinn leynir sér ekki, og
í þessu samhengi lýsir Emerson bæði forngrískum hetjum og
miklum mönnum. I skrifum Emersons blasir við eitt samhengi af
trúarlegum toga sem skýrir hvers vegna það getur verið eftirsókn-
arvert að vera, að því er virðist, seinn til verka og latur. Hugmynd-
in sem liggur til grundvallar hjá Emerson, og hann lýsir víða og frá
ólíkum sjónarhornum í verkum sínum, er sú að dugnaður og strit
- sú tilhneiging að svara kalli heimsins eða svara því of snemma,
eða að leitast við að strá um sig góðverkum74 - geta komið í veg
fyrir að einstaklingurinn vinni það verk sem hann er kallaður til,
sem hæfir því besta í honum sjálfum.
Það er ekki hlaupið að því að gera grein fyrir hugmyndum
Nietzsches um stórmennsku eða endurreisn hans á mikillæti í
skilningi Aristótelesar. Það umfangsmikla verkefni verður að bíða
betri tíma. í staðinn langar mig að birta hér þýðingu á hluta 329 úr
Hinum kátu vísindum (Die fröhliche Wissenschaft) sem hljóðar
svo:
Tómstund og slœpingsháttur. - Það felst indíánalegur tryllingur í því
hvernig Ameríkumenn sækjast eftir gulli og andstuttur vinnuhraði þeirra
[ihre athemlose Hast der Arbeit] - helsti löstur nýja heimsins - er nú far-
inn að smita hina gömlu Evrópu af brjálæðinu og breiða yfir hana afar
kynlegu andleysi. Menn eru farnir að skammast sín fyrir að gefa sér tóm,
og íhugun sem tekur tíma ber með sér keim af sektarkennd. Menn hugsa
með úr sér í hönd og hádegisverðinn snæða þeir með glyrnurnar á við-
skiptablaðinu - menn lifa eins og þeir gætu stöðugt verið að „missa af ein-
hverju“. „Frekar að gera eitthvað en ekkert" - einnig þetta lögmál er snara
sem þrengist að hálsi allrar menntunar og æðri smekkvísi. Og á sama hátt
73 Ralph Waldo Emerson, Essays and Lectures, bls. 204.
74 Hér er mjög gagnlegt að lesa umræðu Emersons í greininni „Self-Reliance“,
einkum ummæli hans um góðverk og gjafir til fátækra. Sjá Ralph Waldo Emer-
son, Lectures and Essays, bls. 262-63.