Skírnir - 01.09.2003, Blaðsíða 38
264
RÓBERT H. HARALDSSON
SKÍRNIR
og þessi vinnuflýtir leysir upp öll form, þannig ferst einnig sjálf formtil-
finningin, eyrað og augað fyrir hljómfalli hreyfingarinnar. Sönnun þessa
er að finna í þeirri kröfu sem nú er alls staðar uppi um að allt sé grodda-
lega augljóst, við allar aðstæður þar sem maðurinn ætlar sér að sýna öðr-
um heiðarleika, í samskiptum við vini, konur, skyldmenni, börn, kennara,
nemendur, leiðtoga og konungborna - menn hafa hvorki tíma né orku
lengur fyrir hátíðlegar athafnir, fyrir andríki í samræðum, til að rækja
skyldur sem ekki liggja beint við og yfirhöfuð til að gefa sér tóm til nokk-
urs hlutar. Því líf sem er sókn eftir ávinningi krefst þess að maður gefi
stöðugt af anda sínum þar til ekkert er eftir, með eilífri sýndarmennsku
eða blekkingum eða kappsfullri forsjálni: hin eiginlega dygð er nú að gera
eitthvað á skemmri tíma en einhver annar. Og vegna þessa leyfist sjaldan
að sýna heiðarleika, en á þeim stundum er maður þreyttur og langar ekki
einungis að „sleppa fram af sér beislinu", heldur breiða durgslega úr sér á
alla kanta. Bréf sín skrifa menn nú í takt við þessa tilhneigingu, en rithátt-
ur og andi bréfa munu ávallt koma til með að vera hið eiginlega „tímanna
tákn“. Fyrirfinnist enn ánægja af listum og samvistum við fólk er það
ánægja útkeyrðra þræla. Ó, hve nægjusamir á „gleðina" hinir menntuðu
og ómenntuðu eru orðnir! Ó, hve tortryggnin í garð allrar gleði hefur
aukist! Hin góða samviska verður sífellt hliðhollari vinnunni á sama tíma
og löngunin eftir gleði kallast nú „þörf fyrir hvíld“ og er farin að skamm-
ast sín fyrir sjálfa sig. „Heilsan kallar á það“, segja menn ef þeir eru napp-
aðir í skemmtiferð uppi í sveit. Já, það kann brátt að koma að því að mað-
ur láti ekki undan löngun sinni til að lifa vita contemplativa (þ.e. til að fá
sér göngutúr með hugsunum sínum og vinum) án sjálfsfyrirlitningar og
slæmrar samvisku. - Gott og vel, en áður var þessu öfugt farið: hin slæma
samviska hvíldi yfir vinnunni. Ættstór maður hélt vinnu sinni leyndri
þegar hann neyddist til að vinna. Vinnu þrælsins fylgdi þrúgandi tilfinn-
ing þess sem gerir eitthvað fyrirlitlegt: það var í sjálfu sér fyrirlitlegt að
„aðhafast eitthvað“. „Göfgina og heiðurinn er einungis að finna í tóm-
stund og stríði [otium und bellum]“, söng rödd hinna fornu fordóma!75
Áður en við getum svarað spurningu okkar um það hvort mögu-
legt og æskilegt sé að endurvekja mikillæti í skilningi Aristóteles-
ar í nútímanum verðum við að spyrja hve mikilvægar tómstundir
og slæpingsháttur séu fyrir andann og siðferðið. Og það eitt að
spyrja þessarar spurningar kallar á hugarfarsbreytingu.
75 KSA 3, 556-57. Róbert Jack þýddi.