Skírnir - 01.09.2003, Page 45
SKÍRNIR
SIÐFRÆÐI OG RÖKGREINING
271
raunar svar Moores við fyrri spurningunni sem hann er hvað
þekktastur fyrir. Lítum aðeins á það.
Moore bendir á að tilraunir til að svara spurningu (1) - Hvaða
fyrirbæri ættu að vera til sjálfra sinna vegna? — leiði okkur að því
sem hefur sjálfstætt gildi eða eigingildi.10 Því hlutir hafa ýmist
notagildi eða eigingildi og við vitum ekki hvert notagildið er nema
við höfum einhverja hugmynd um eigingildið sem notagildið
ræðst af. Segjum að þroski manns hafi eigingildi, þá hefur breytni
sem stuðlar að þroska notagildi. Og þegar við réttlætum tiltekna
breytni með því að hún sé þroskandi, þ.e. geri hana góða breytni,
býr óhjákvæmilega að baki hugmynd um sjálfstætt gildi þroskans.
En hvernig getum við svarað því hvaða hlutir hafa eigingildi?
Þessi spurning er tvíræð. Hún getur ýmist þýtt a) Hvaða hlutir eru
góðir? eða b) Hvernig á að skilgreina orðið „góður“? Svarið við
spurningu a) verður ekki nema upptalning þeirra hluta sem við
teljum að hafi ekki einungis notagildi heldur eigingildi. En hvern-
ig getum við talið þá upp nema við vitum hvað „góður“ merkir?
Hér svarar Moore því einfaldlega til að hið góða verði ekki skil-
greint en að við þekkjum það þegar við rekumst á það. Ástæðu
þess að orðið „góður" verði ekki skilgreint* 11 segir Moore vera þá
að hið góða sé nafn á einföldum eiginleika sem ekki verði sundur-
greindur. Þessi eiginleiki sé sameiginlegur öllu því sem við köllum
einfaldlega gott, þ.e. því sem hefur sjálfstætt gildi. Engin sönnun-
argögn verða dregin fram til að sýna fram á að eitthvað sé gott í
sjálfu sér; annaðhvort sér maður það í hendi sér eða ekki! Þessi af-
staða hefur því verið kennd við innsæi (intuitionism).12
10 Hugtakið eigingildi er þýðing Mikaels M. Karlssonar á „intrinsic value“, sbr.
grein hans „Náttúran sem skepna“ í Náttúrusýn, ritstj. Róbert H. Haraldsson
og Þorvarður Árnason (Reykjavík: Siðfræðistofnun, 1994), s. 91-101. Moore
spyr: „What kinds of things ought to exist for their own sake?“
11 Moore fjallar um ólíkar skilgreiningaraðferðir og sýnir fram á að engin þeirra
eigi við um það sem er gott. Páll S. Árdal rekur rökin í grein sinni „Um merk-
ingu matsorða og hlutverk siðfræðinga".
12 Alasdair Maclntyre segir í After Virtue (Notre Dame, Ind.: University of
Notre Dame Press, 1981), s. 63, að Moore hafi sótt lykilhugmynd sína til breska
siðfræðingsins Henry Sidgwick (1838-1900), án þess að geta hans. En Moore
ræðir um Sidgwick sem undanfara sinn og vitnar til Methods of Ethics í
Principia Ethica, s. 17.