Skírnir - 01.09.2003, Page 46
272
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SKÍRNIR
Hugsum okkur dæmi sem kann að varpa ljósi á röksemd
Moores. Barn spyr mig hvers vegna umferðarljós séu á vegamót-
um. Eg svara því til að þau geri einkum það gagn að auka öryggi í
umferðinni (þau hafi sem sé notagildi). Ef barnið spyr mig áfram
hvers vegna við viljum hafa umferðina öruggari, myndi ég vænt-
anlega segja eitthvað í þá veru að það sé gott af því að það dragi úr
slysahættu. Hér höfum við dæmi um svar við upphaflegri spurn-
ingu 2) - Hvaða athafnir ættum við að framkvæma? Svör mín við
spurningu barnsins má draga saman í eitt: Við höfum umferðarljós
vegna þess að það leiðir til góðs. Ef barnið síðan spyrði, eins og
börn eru vís til að gera: „Hvaða góðs ertu að tala um? Hvað merk-
ir það?“, þá værum við komin að tilbrigði við spurningu b) hér að
ofan: Hvað merkir orðið „góður“? Ef fullorðinn maður hegðaði
sér eins og þetta barn og teldi sig vera að varðveita heimspeking-
inn í sér með því að spyrja: „Hvaða góðs ertu að tala um?“, myndi
Moore segja að ef hann sæi það ekki væri ekki til neins að útskýra
það fyrir honum. Það kemur einfaldlega alltaf að þeim punkti í
umræðu, sem gengur út frá því góða, að við verðum að reiða okk-
ur á innsæi hvers annars.
I ljósi þessarar innsæiskenningar sinnar um hið góða, sem
hvorki verður skilgreint né sundurgreint, ásakar Moore þá heim-
spekinga sem reynt hafi að skilgreina hið góða um rökvillu. Þetta
gildir um allar tilraunir til skilgreininga á því góða, en Moore er
sérlega uppsigað við þær skilgreiningar sem leggja hið góða, sem
hann segir vera „ó-náttúrulegt“ (non-natural object), að jöfnu við
eitthvert náttúrulegt fyrirbæri. Slíka náttúrugervingu hins góða
kallar hann „náttúruvilluna“ (tbe Naturalistic Fallacy), þótt hún
felist í raun í því einu að skilgreina hið óskilgreinanlega.13 Moore
telur að allar slíkar tilraunir geri ráð fyrir að hið góða sé samsett
heild en það leiði menn í ógöngur. Því sé hið góða útlistað í ljósi
einhvers annars, svo sem ánægju, megi alltaf spyrja hvort ánægja
sé góð. Sú spurning hefur merkingu en væri fjarstæða ef leggja
mætti hið góða að jöfnu við ánægju enda væri þá setningin „ánægja
er góð“ ekkert annað en klifun. Fyrir utan sitt eigið viðhorf sá
13 Sbr. Mary Warnock, Ethics Since 1900, s. 3^1.