Skírnir - 01.09.2003, Page 50
276
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SKÍRNIR
skilning í spurninguna getum við umorðað hana svona: (2b)
Hvaða athafnir ber okkur að framkvæma við þessar aðstæður?
Þessi greinarmunur skiptir sköpum í kenningu Ross. Svörin við
fyrri spurningunni eru reist á vissu innsæisins en það gildir yfir-
leitt ekki um svörin við hinni síðari.
Þegar Ross segir að það liggi í augum uppi hvað okkur beri að
gera, almennt séð, á hann við að hver maður „sem kominn er til
vits og ára“, svo ég notist aftur við það orðalag, viti hverjar sið-
ferðilegar skyldur hans eru. Við vitum það, til dæmis, að þegar við
lofum einhverju ber okkur að halda loforðið, eða þegar við sláum
einhvern um lán er það skylda okkar að endurgreiða það. Þetta á
ekki að þurfa að útlista fyrir fullorðnum manni nema hann sé sið-
blindur, og þá er það líkast til ekki hægt. Margvíslegar siðferðileg-
ar skyldur af þessu tagi eru ofnar inn í samskipti okkar án þess að
þær séu nokkurn tíma orðaðar eða útskýrðar. Þær felast einfald-
lega í athöfnunum og gefa þeim raunar merkingu. Ross segir þess-
ar almennu og augljósu skyldur, sem við erum sífellt að axla, gilda
prima facie, sem þýðir „við fyrstu sýn“. Þetta latneska heiti felur í
sér tvennt sem skiptir sköpum fyrir kenningu Ross: Annars vegar
að við sjáum það í hendi okkar hverjar skyldur okkar eru og hins
vegar að innsæið dugar ekki lengra en í fyrstu atrennu; þegar að-
stæður krefjast nánari skoðunar hrekkur innsæið ekki lengur til.
Þá erum við líka komin að síðari spurningunni: (2b) Hvaða at-
hafnir ber okkur að framkvæma við þessar aðstœðurl Þessi spurn-
ing felur það í sér að aðstæðurnar eru siðferðilega flóknar. Með því
á ég við að tvær eða fleiri siðferðilegar skyldur togast á og engin
leið er að rækja þær allar. Þessar „tvær eða fleiri" eru þá prima
/kcze-skyldur eða almennar skyldur eins og ég hef kosið að kalla
þær á íslensku.20 Segjum að ég hafi þegið lán af vini mínum sem ég
hafi lofað að greiða fyrir tiltekinn dag. Gerum svo ráð fyrir að
daginn áður en ég ætla að greiða lánið sjái ég auglýstan farsíma
sem mig langar til að kaupa. Vinurinn getur ekki gefið mér frest og
ég hef ekki efni á símanum. Hvað á ég að gera við þessar aðstæð-
20 Vilhjálmur Árnason, Siðfræði lífs og dauða (Reykjavík: Rannsóknarstofnun í
siðfræði, 1993), s. 57.