Skírnir - 01.09.2003, Side 51
SKÍRNIR SIÐFRÆÐI OG RÖKGREINING 277
ur? Hér er enginn siðferðisvandi á ferð, því að eins og blasir við
hverjum heilvita manni við fyrstu sýn kemur einungis ein skylda
til greina: Að borga skuldina. En hnikum nú dæminu til. I stað
löngunar minnar í farsíma skulum við setja þörf dóttur minnar
fyrir dýrt lyf sem ekki er á lyfjaskrá og ég hef ekki efni á að borga.
I þessu dæmi hef ég við fyrstu sýn tvær eða fleiri skyldur sem
rekast á. Og þegar spurt er: Hvaða athafnir ber mér að framkvæma
við þessar aðstæður, dugar ekki að telja upp almennu skyldurnar
við fyrstu sýn, heldur þarf að skera úr um hver þeirra er hin að-
stöðubundna skylda í þessu tilviki. Gefum Ross sjálfum orðið:
Þegar ég er í aðstæðum, sem ég er ef til vill alltaf, þar sem fleiri en ein af
þessum prima facie skyldum hvíla á mér [are incumbent on me], verð ég
að grandskoða aðstæðurnar eins vel og ég get þar til ég hef myndað mér
þá upplýstu skoðun (verður hún nokkurn tíma meira) að ein þeirra sé
sterkari en nokkur hinna við þessar kringumstæður; þá hlýt ég að telja að
það sé skylda mín að rækja þessa prima facie skyldu sans phrase í þessum
aðstæðum.21
í anda Aristótelesar, sem minnir okkur á að ætla ekki siðfræðinni
meiri nákvæmni en viðfangsefnið leyfir, segir Ross að vitneskjan
um hina aðstöðubundnu skyldu verði ávallt ófullkomin. Ef við
höfum lagt okkur fram við að greina og meta samhengi athafn-
arinnar, og komist að yfirvegaðri niðurstöðu, höfum við gert okk-
ar besta. Stöðumatið snýst ekki síst um staðreyndir málsins. Við
höfum örugga innsæisvitneskju um hverjar hinar almennu skyld-
ur okkar eru, en það er jafnan umdeilanlegt túlkunaratriði hvern-
ig þær verða best ræktar við tilteknar flóknar siðferðilegar aðstæð-
ur. Þar höfum við ekkert hlutlægt rétt svar. Þess vegna geta góð-
gjarnir og skynsamir menn, sem báðir hafa yfirvegað aðstæður,
verið ósammála um það hvaða skylda er sterkust í einstöku tilviki.
Með þessari afstöðu sinni nær Ross, að mínu mati, í senn að
sameina það besta úr siðfræðikenningum sögunnar og að draga
fram villur þeirra. Eg minntist á það hvernig Ross hlýddi mikil-
vægu ráði Aristótelesar, sem gleymist alltof oft, að siðfræðileg vit-
neskja er ónákvæm og ræðst ekki fyrr en við aðstæðurnar. Ross
21 W.D. Ross, The Right and the Good, s. 19.