Skírnir - 01.09.2003, Page 52
278
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SKÍRNIR
vinnur jafnframt vel úr því sem Aristóteles kallar „næmi fyrir að-
stæðunum“ og fólk öðlast með reynslu. í gangverki siðferðishug-
mynda Aristótelesar er hins vegar ekkert skylduhugtak sem setur
meðalhófinu „skilyrðislaus" mörk og gerir vissar athafnir bind-
andi fyrir alla menn jafnt, líkt og Kant gerði að lykilatriði.
í anda Kants eru siðferðilegar skyldur í aðalhlutverki í kenn-
ingu Ross. Kant hefst raunar handa á sömu forsendu og Ross,
þeirri að við vitum fullvel hverjar skyldur okkar eru. Kant spyr
síðan hver séu skilyrði þess að við getum breytt siðferðilega. Þetta
leiðir hann annars vegar út í siðfræði hugarfarsins, þar sem sið-
ferðilegt gildi athafna ræðst af því hvort við breytum af skyldu eða
ekki, og hins vegar út í kenninguna um hið skilyrðislausa skyldu-
boð sem prófstein á allar hegðunarreglur sem kemur til álita að
fylgja við raunverulegar aðstæður. Ross heldur sig við upphafs-
punktinn, vitneskjuna sem við höfum um siðferðilegar skyldur
okkar. Siðferðilegur vandi verður þá sá, eins og við höfum séð,
hvernig við getum beitt þessari þekkingu í reynd, en ekki hvernig
við getum skýrt fræðilegar forsendur hennar. Ef til vill má segja að
Kant sé upptekinn af því að grundvalla siðferðisdóma okkar en
Ross af því hvernig við getum ígrundað þá.
Mikilvægasti munurinn á hugmyndum Kants og Ross er þó sá
greinarmunur sem hinn síðarnefndi gerir á almennum og að-
stæðubundnum skyldum. Eins og best sést af ritgerð Kants um
lygina,22 virðist hann álíta það vera skyldu okkar að segja undan-
tekningarlaust satt. Þar með verður hin almenna skylda, „segðu
sannleikann", að skilyrðislausri skyldu við allar aðstæður. Slík
hugsun er fjarri Ross. Hann telur það vissulega mikilvæga al-
menna skyldu að segja satt, en í meðförum hans verða allar
almennar skyldur í raun skilyrtar af aðstæðum. Með öðrum orð-
um, engin siðferðileg skylda er ófrávíkjanleg; við getum lent í að-
stæðum þar sem önnur almenn skylda verður henni yfirsterkari.
Þetta er feikilega mikilvægt atriði í kenningu Ross. Það er aldrei
réttlætanlegt að Ijúga, nema þegar önnur og mikilvægari skylda
við óvenjulegar aðstæður krefst þess. Það er raunar höfuðvandi
22 „Uber ein vermeintes Recht aus Menschenliebe zu liigen" (1799).