Skírnir - 01.09.2003, Page 53
SKÍRNIR SIÐFRÆÐI OG RÖKGREINING 279
allrar siðfræðilegrar hugsunar að réttlæta slíkar undantekningar.
Og undantekningin breytir engu um almennt gildi þeirrar siðferð-
isskyldu sem víkur við þessar aðstæður:
Þegar við teljum okkur hafa rök fyrir því, og raunar sé það siðferðileg
skylda okkar, að svíkja loforð í því skyni að lina þjáningar, efumst við
ekki eitt andartak um hina almennu \prima facie] skyldu að halda loforð
okkar ,..23
Þær siðfræðikenningar sem telja að við höfum fyrirfram fulla vit-
neskju um aðstöðubundnar skyldur okkar hafna í ósveigjanlegri lög-
hyggju sem tekur ekki mið af blæbrigðum og torræðni aðstæðna.
Rök Ross, í tilvitnuðu klausunni hér að ofan, fyrir því að svíkja
loforð eru óneitanlega í anda nytjastefnunnar. í stað þess að hanga
á siðalögmálinu eins og hundar á roði, hugum við að mannlegri
þjáningu og leitumst við að draga úr henni. En fyrir Ross er skyld-
an að láta gott af sér leiða að sjálfsögðu eins og hver önnur almenn
skylda sem kallar við fyrstu sýn, en verður oft að víkja fyrir öðr-
um skyldum ef aðstæðurnar krefjast þess. Villa nytjastefnunnar,
sem Ross hamraði mikið á, er að leggja hið rétta að jöfnu við góð-
ar afleiðingar. Þar með leggur hún allar ákvarðanir um hvað við
ættum að gera við tilteknar aðstæður undir eina mælistiku. Þetta
brýtur í bága við hversdagslega siðferðilega hugsun:
Það er ljóst, held ég, að venjulega teljum við þá staðreynd að við höfum
gefið loforð nægja til að skýra þá skyldu að standa við það, skylduræknin
hvíli á því að við minnumst þess að hafa þegar lofað einhverju en ekki á
hugsunum um hvaða afleiðingar það hafi í framtíðinni að standa við það.
Nytjastefnan reynir að sýna fram á að þetta sé ekki tilfellið, að ástæðan
[the sanctity] fyrir því að halda loforð séu hinar góðu afleiðingar sem fylgi
því að halda þau og hinar slæmu afleiðingar sem fylgi því að brjóta þau.24
Þessi rök eiga að sýna að nytjastefnan fari í bága við hversdagslegt
innsæi (counter-intuitive) í skyldur okkar. Og það er fórnarkostn-
aðurinn sem hún verður að greiða fyrir hina handhægu og ein-
földu afstöðu að við eigum alltaf að leitast við að auka hamingju
23 Sama rit, s. 28.
24 Sama rit, s. 38.