Skírnir - 01.09.2003, Side 54
280
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SKÍRNIR
eða draga úr böli. Ross nægir að segja stundum, þ.e. þegar engin
skylda er nytjareglunni yfirsterkari. En nytjareglan verður oft að
víkja vegna þess að mannleg samskipti eru miklu margbrotnari en
nytjastefnan gefur til kynna. Hún virðist ganga út frá því að einu
marktæku siðferðilegu tengslin sem tiltekinn einstaklingur hafi
við aðra menn séu þau að hann geti verið velgjörðamaður þeirra.
En velgjörðir eru aðeins einn þráður í margþættum samskiptavef.
Einn og sami maður er jafnan í margvíslegum tengslum við annað
fólk; hann hefur gefið einhverjum loforð, hann skuldar öðrum
eitthvað, hann á vini og samverkamenn, hann er eiginmaður, á
börn og þar fram eftir götunum. Allt eru þetta siðferðilega mark-
tæk tengsl og þau skapa almennar skyldur sem hafa mismikið vægi
eftir aðstæðum, segir Ross.25 Þannig dregur skyldumengi hvers
manns, ef svo má segja, mjög dám af því hver hann er, en Ross seg-
ir nytjastefnuna missa sjónar á þeirri staðreynd.26
Með þessari afstöðu sinni er engu líkara en Ross hafi slegist í
hóp með bresku siðfræðingunum sem skrifuðu í anda Hegels,
ekki síst Bradley sem gerði mikið úr þeim skyldum sem fylgdu
stöðu manns eða hlutverki. En Ross færir allólík rök fyrir máli
sínu, enda er félagsleg staða einungis ein uppspretta almennra
skyldna. Hann greinir á milli sex meginflokka skyldna eftir því
hvert þær eiga rætur sínar að rekja.27 I flokki (1) eru skyldur sem
skapast hafa af fyrn athöfnum mínum. Þær má greina í tvennt; (1 a)
trúnaðarskyldur sem hvíla á loforði eða því sem kalla mætti
óbeinu loforði en með því á hann við athafnir sem fela í sér vænt-
ingar um sannsögli, svo sem að taka þátt í samræðum eða skrifa
skýrslu; (lb) hótaskyldur sem eru til komnar vegna fyrri mis-
gjörða. I flokki (2) eru skyldur sem á mér hvíla vegna velgjörða
annarra í minn garð og kallast því þakkarskyldur. I flokk (3) setur
Ross réttlætisskyldur sem kalla þegar maður á þess kost að koma í
veg fyrir eða leiðrétta dreifingu gæða sem tekur ekki mið af verð-
25 Sama rit, s. 19.
26 Sama rit, s. 22. Sjá í þessu tilliti málsvörn Kristjáns Kristjánssonar fyrir nytja-
stefnuna í greininni „Nytjastefnan", Þroskakostir (Reykjavík: Rannsóknar-
stofnun í siðfræði, 1992), s. 71-98.
27 Ross, The Right and the Good, s. 20-21.