Skírnir - 01.09.2003, Side 55
SKÍRNIR SIÐFRÆÐI OG RÖKGREINING 281
leikum manna.28 Næst koma velgjörðaskyldur (4) sem helgast af
þeirri einföldu staðreynd að bæta má með margvíslegum hætti
hlutskipti fjölda fólks í heiminum. Þá eru þroskaskyldur (5) sem
Ross segir eiga rætur sínar í því að við getum bætt sjálf okkur. Síð-
ustu skyldurnar sem hann nefnir setur hann undir hattinn „að
skaða ekki aðra“, og mætti því kalla taumhaldsskyldur (6) á ís-
lensku. Þær geta tekið á sig ýmsar myndir, sbr. helstu boðorð
Gamla testamentisins.
Þótt Ross númeri þessi flokka svona má ekki skilja það svo að
vægi skyldnanna minnki eftir því sem aftar dregur. Hann ræðir
það, til dæmis, sérstaklega að skyldur (6) séu við fyrstu sýn skyld-
um (4) yfirsterkari. Það er sem sé þumalfingursregla að þegar vel-
gjörðaskyldur og taumhaldsskyldur (að skaða ekki aðra), rekast á
þá eiga velgjörðaskyldurnar að víkja.29 Ross segir einnig að ,„full-
komnar skyldur' - þær skyldur að halda loforð, bæta fyrir mis-
gjörðir okkar, og jafna þá greiðasemi sem við höfum þegið“30 vegi
almennt þungt. En þetta eru þumalfingursreglur og þær eru ekki
annað en vegvísar þegar á hólminn er komið. Ross varast því þá
freistingu, sem margir siðfræðingar falla í, að skera fræðilega úr
um það fyrirfram hvaða siðalögmál vegi þyngst þegar allt kemur
til alls. Þetta þykir gjarnan vera veikleiki og jafnvel hálfsvikin
vara.31 En að mínu mati er þetta einn styrkur kenningar Ross:
Hún skilur okkur eftir með það verkefni að beita ítrustu dóm-
greind okkar í aðstæðum lífsins því einungis þar ráðast svörin við
því hvað okkur ber að gera.
4. Gagn og geð
Ég kom að því hér að framan að fyrir utan sitt eigið viðhorf, að
orðið „góður" nefni óskilgreinanlegan eiginleika, sá Moore ein-
28 Ross talar hér um „distribution of pleasure or happiness (or of the means ther-
eto)“. The Right and the Good, s. 21.
29 Sjá umræðu um taumhalds- og verknaðarskyldur í Siðfrœði lífs og dauða, s.
85-86. Sjá einnig grein Þorsteins Gylfasonar, „Siðfræðispjall", Réttheti og rang-
Leti (Reykjavík: Heimskringla, 1998), s. 145-154.
30 W.D. Ross, The Right and the Good, s. 41-42.
31 Sbr. orð Mary Warnock, Ethics since 1900, s. 45.