Skírnir - 01.09.2003, Side 56
282
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SKÍRNIR
ungis einn annan kost og hann er að orðið „góður“ sé merkingar-
laust og siðfræði því marklaus. En Moore sést yfir a.m.k. einn
möguleika enn sem er að merking orðsins „góður“ ráðist af notk-
un þess. Þetta var afstaða svonefndra pragmatista, eða gagnstefnu-
manna, sem réðu lögum og lofum í Vesturheimi á seinni hluta 19.
aldar og framan af þeirri 20. Einn þekktasti fulltrúi þeirrar stefnu,
John Dewey, hélt því fram að hlutverk matsorða væri að hafa áhrif
á hegðun manna. Nánar tiltekið, fela gildisdómar í sér forspá um
að fyrirbæri muni standast ákveðnar kröfur þegar á reynir.32 Ber-
um saman orðin „eftirsóttur" og „eftirsóknarverður“ til að varpa
ljósi á þetta. Ef ég segi „Gamalt vín er eftirsótt" er það staðreynda-
dómur, sambærilegur við að segja að eitthvað sé rautt. En ef ég segi
„Gamalt vín er eftirsóknarvert", er það gildisdómur sem felur það
í sér að viðkomandi fyrirbæri muni standast kröfur. Þar með ber
gildisdómurinn með sér ákveðið kennivald um hverju menn skuli
sækjast eftir og hvatningu til að þeir sækist eftir því.
Þessi verklæga afstaða Deweys beinir umræðu um siðferðileg
hugtök í allt annan farveg en þann sem innsæisstefnan ræsti fram.
Sú kenning er einkum gagnrýnd fyrir tvennt:33 Annars vegar að
hún sveipi siðfræðilega umræðu frumspekilegri dulúð og hins
vegar að hún geri ekki grein fyrir hinum nánu tengslum siðferðis-
orða við breytni. Það vottar sannarlega ekki fyrir neinni dulúð í
siðferðilegu tungutaki Deweys. Oðru nær: Hann telur það eina
höfuðástæðu þess hve seinþroska mannkynið er í siðferðilegu til-
liti að skarpur greinarmunur sé jafnan gerður á háleitum gildum
og jarðbundnum skilyrðum þess að hægt sé að lifa í samræmi við
þau. Hann kallar þetta ýmist aðskilnað kenningar og athafna,
markmiða og leiða, eða hins andlega og hins efnislega. Ekkert væri
fjær Dewey en að segja, líkt og Moore, að gott sé gott og láta það
gott heita. Hann telur það útbreiddan misskilning að við vitum vel
í hverju hið góða felst, en vandinn sé bara að koma því í kring. Að
hans mati skortir ekki síst á það að við rannsökum vísindalega
hvort það sem við teljum vera gott og æskilegt standist kröfur.
32 John Dewey, The Questfor Certainty (New York: Minton, Balch, 1929), s. 261.
33 J.O. Urmson, The Emotive Theory of Ethics (Lundúnum: Hutchinson, 1968),
2. kafli.