Skírnir - 01.09.2003, Page 59
SKÍRNIR SIÐFRÆÐI OG RÖKGREINING 285
væru engin endileysa eða þvaður. Þær voru greinilega notaðar á
skynsamlegan hátt, sambærilegan við margvíslega hversdagslega
málnotkun. Ef ég segi „Opnaðu gluggann!“, stenst sú staðhæfing
ekki sannprófunarlögmálið; hún er hvorki sönn né ósönn. Hún er
svokölluð „geryrðing“, þ.e. setning sem er beiðni eða skipun um
að glugginn verði opnaður. Siðfræðilegar staðhæfingar eru af
þessu tagi. Þegar ég segi „Lauslæti er rangt!“, er það hvatning til
þess að fólk stundi ekki lauslæti.37 Með þessu leitast ég við að hafa
áhrif á viðmælendur mína, ég reyni að „hræra geð“ þeirra gegn
lauslæti. Þar með hefur setningin svokallaða „geðmerkingu"
{emotive meaning). Tökum annað dæmi frá Ayer:
Ef ég segi við einhvern „það var rangt af þér að stela peningunum", stað-
hæfi ég ekkert meira en hefði ég einfaldlega sagt „þú stalst peningunum“.
Með því að bæta því við að athöfnin sé röng er ég einfaldlega að viðra
vanþóknun mína á henni. Ég hefði allt eins getað sagt „þú stalst pening-
unum“ með sérstökum hneykslunartón eða skrifað það með upphrópun-
armerki. Það er til þess eins að láta í ljósi ákveðnar tilfinningar.38
Með þessari afstöðu hafnar Ayer því augljóslega að siðadómar feli
nokkurn tíma í sér lýsingu. Þegar siðferðilegri staðhæfingu er um-
breytt í lýsingu missir hún forskriftargildi sitt. Þannig mætti hugsa
sér að þýða setninguna „lauslæti er rangt“ yfir í einbera lýsingu á
sálarástandi mínu, „mér býður við lauslæti", eða í nytjasetningu
„lauslæti fullnægir færri löngunum en skírlífi“ (hversu sannfær-
andi sem það nú er), en þá glatar hún þeirri sérstöðu sem siðferði-
legar staðhæfingar hafa öðlast í tungumálinu. Að þessu leyti geng-
ur A.J. Ayer í lið með G.E. Moore er skar upp herör gegn náttúru-
villunni sem felst í því að matsorð eru þýdd eða smættuð í nátt-
úruleg hugtök. Bandaríski heimspekingurinn C.L. Stevenson
hnykkir enn harðar á þessu viðhorfi þegar hann segir að slíkar til-
raunir séu í raun svindl, því annaðhvort er matsorðið rænt geð-
37 Um siðferði lauslætís sjá greinar þeirra Kristjáns Kristjánssonar „Gegn laus-
læti“ og Mikaels M. Karlssonar „Til varnar lauslæti" í hausthefti Skírnis 170
(1996). Eins og titlarnir gefa til kynna eru þessar greinar um réttmæti lauslætis,
ekki einber rökgreining staðhæfinga um það.
38 Ayer, Language, Truth and Logic (New York: Dover, 1947), s. 107. Lausleg
þýðing mín.