Skírnir - 01.09.2003, Page 60
286
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SKÍRNIR
merkingu sinni eða lýsingin öðlast geðmerkingarauka sem hún
hefur alls ekki. Rifjum upp dæmi hér að framan til að skýra þetta.
Þróunarsinnar segja að „gott“ merki „þróaðra". Sé þetta rétt þá er
„gott“ annaðhvort orðin einber lýsing á ástandi eða „þróaðri" er
komið með geðmerkingarbrigði sem það hefur ekki.39 Stevenson
kallar svona lagað „áróðursskilgreiningar" (persuasive defini-
tions), tilraunir til að lauma merkingarauka inn í tungumálið í því
skyni að styðja einhvern málstað.40
Hér skiljast leiðir með Moore og geðstefnunni. Ayer kallaði
innsæisstefnu Moores bókstafstrú (absolutism) því að hún „trúir
á“ merkingu matsorða í krafti einbers innsæis án þess að nokkur
reynslurök séu fyrir því. Stevenson útfærði þessa gagnrýni nánar.
í meðförum innsæissinna lýsa siðferðilegar staðhæfingar engum
tilgreinanlegum eiginleikum. Þær eru einfaldlega staðhæfingar
„sinnar tegundar" um „ó-náttúrulega“ eiginleika í óljósu sam-
hengi við aðra þætti raunveruleikans.41 Innsæisstefnan verður þar
með alls ófær um að gera grein fyrir tengslum siðferðilegra stað-
hæfinga við athafnir okkar og ákvarðanir. Skýringin er sú að þótt
innsæisstefnan hafi réttilega hafnað því að siðferðileg hugtök verði
smættuð í náttúrulega eiginleika, heldur hún enn í þá skoðun að
siðferðilegar staðhæfingar séu lýsingar. Þar með missir hún sjónar
á þeim kjarna málsins, að mati Stevensons, að siðferðileg orðræða
gangi ekki út á að upplýsa fólk heldur að hafa áhrif á það. Stað-
hæfingin „Jón er heiðarlegur" er vissulega upplýsandi, en það sem
gerir hana siðferðilega er að hún bæði tjáir og leitast við að móta
afstöðu sem er Jóni í vil.
í þessu samhengi gerir Stevenson greinarmun á skoðun og af-
stöðu og lýsir honum út frá ágreiningi.42 Skoðanamunur er þess
eðlis að úr honum má skera með „vísindalegum hætti". Væri sið-
ferðilegur ágreiningur einber skoðanamunur, gæti siðfræðin verið
39 Sbr. Mary Warnock, Ethics since 1900, s. 66.
40 C.L. Stevenson, Facts and Values (New Haven: Yale University Press, 1963), s.
41-48.
41 G.J. Warnock, Contemporary Moral Philosophy (New York: Macmillan, 1967),
s. 14.
42 C.L. Stevenson, „The Nature of Ethical Disagreements“ í Facts and Values.