Skírnir - 01.09.2003, Page 64
290
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SKÍRNIR
þig í hans spor. Myndir þú vilja láta gera svona við þig?“ Og þetta
er viðtekinn siðalærdómur: „Og svo sem þér viljið, að aðrir menn
gjöri við yður, svo skuluð þér og þeim gjöra“ (Lk. 6, 31).51
Þótt mörgum þyki samkvæmniskrafa Hares skynsamleg hafa
miklar deilur staðið um kenningu hans. Ein skýringin, og sú sem
ég mun einbeita mér að,52 er að hann nái ekki að sætta frelsisþátt-
inn og skynsemisþáttinn í kenningu sinni. Vandinn er þessi: Þar eð
ég er frjáls siðferðisvera get ég jafnan valið þær siðareglur sem ég
kýs að breyta eftir. Eini prófsteinninn sem þær eru lagðar undir er
sá hvort ég sé reiðubúinn að alhæfa þær. Þetta á að heita skynsem-
iskrafan í siðfræði Hares, en sé ég nógu ófyrirleitinn til að vilja al-
hæfa allar þær siðareglur sem mér hentar að breyta eftir hverju
sinni, hrína engin rök á mér. Þar með má segja að hver geti setið
við sinn keip og rökræðan komist hvorki lönd né strönd. Niður-
staðan verður þá ekki skynsamlegt frelsi heldur öfgafullt sjálf-
dæmi. Hare fer enda í raun ekki fram á það að nokkur maður færi
rök fyrir réttmxti þeirra reglna sem hann breytir eftir, þeir eru ein-
ungis krafðir um samkvæmni. Nánar tiltekið segir hann að við
stöndum frammi fyrir þremur kostum í siðferðilegri stöðu. Segj-
um að ég sé trompetleikari sem truflar svefnfrið nágranna minna
með æfingum að næturlagi og þeir segja við mig: „Þú ættir að láta
af þessu athæfi.“53
1. Ég get hafnað því að leggja athafnir mínar undir mælistiku
almennra siðferðiskrafna og haldið því fram að staða mín sé ein-
stök. Hvorki ráðlegg ég öðrum neitt með athöfn minni né sé ég
þeim til eftirbreytni. Telji ég þetta siðferðilega afstöðu má hanka
mig á misnotkun tungumálsins eða bregða mér um ósamkvæmni.
En hafni ég því að afstaða mín sé siðferðileg, hef ég sagt mig úr
siðferðisleiknum, neita að rökræða málið siðferðilega.
51 Þessi ritningargrein er einkunnarorð II. hluta bókar Hares, Freedom and Rea-
son, s. 86. Yfir III. hluta stendur: „Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá“ (Mt. 7,
20).
52 Ég leiði hjá mér margvíslegar umræður um tæknileg atriði í boðhyggjunni. Les-
endum bendi ég til dæmis á ítarlega umfjöllun hjá W.D. Hudson, Modern
Moral Philosophy, 5. kafla.
53 Freedom and Reason, s. 197-198. Ég fer hér frjálslega með dæmi sem Hare not-
ar sjálfur.