Skírnir - 01.09.2003, Page 66
292
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SKÍRNIR
því að hluturinn sé góður og sagt sem svo að ekkert í merkingu orðsins
,góður‘ tengi það einum ,rökum‘ fremur en öðrum.56
Foot veltir hér við þeim steini sem flestir siðfræðingar höfðu
klappað frá því að G.E. Moore réðst á náttúruvilluna. I ljós kem-
ur ormagryfja þar sem rætur siðferðisins eru nagaðar af natni.
Geðstefnumenn ásökuðu innsæisstefnuna fyrir að skilja matsorð
eftir í lausu lofti. Hinir fyrrnefndu fundu matsorðum ákveðið
hlutverk sem boðhyggjan útfærði síðan frekar, eins og lýst hefur
verið í þessari grein. I öllu þessu ferli var einfaldlega gengið út frá
skörpum aðskilnaði staðreynda og gilda. Staðreyndir eru hlutlæg
fyrirbæri, gildi huglæg. Þetta má því kalla hughyggju um gildi.
Geðmerking og boð voru skilgreind í andstöðu við lýsandi stað-
hæfingar. Ut úr merkingu matsorða var dreginn einhver þáttur
„sem nefna mætti „gildismerkingu" þeirra og mætti hugsa sér að
standi í ytri tengslum við viðföng sín“.57 Þar með þrengdu heim-
spekingarnir siðferðilega merkingu orðsins ,gott‘, til dæmis, langt
umfram þann skilning sem birtist í hversdagslegri notkun þess.
Með nákvæmri greiningu hversdagslegra dæma færir Foot rök
fyrir því að þessi sértekning gilda fái ekki staðist; gildisdómar
standi í innri tengslum við viðföng sín sem jafnan varða mannlega
velferð. Þar með hafnar hún hughyggjunni um gildi og teflir fram
hluthyggju eða nýrri náttúruhyggju sem reisir siðferðið á „nátt-
úrulegum staðreyndum einum saman“.58 Röksemdir hennar fela
gjarnan í sér greiningu á mannlegum dygðum, enda eru þær þau
fyrirbæri sem tvinna saman staðreyndir og gildi með hvað ótví-
ræðustum hætti. Þau fræði leiða til nýrrar og umdeildrar náttúru-
hyggju í siðfræði, sem sótt hefur hvað mest til Aristótelesar. Þetta
er augljóslega ein leið til að losna undan afarkostum þeirrar hlut-
hyggju og hughyggju sem rökgreiningarheimspekin býður upp á,
en hér er ekki tóm til að fjalla um hana.59 I staðinn mun ég víkja
56 Foot, „Siðferði og sannfæringar“, Björn Þorsteinsson þýddi, Heimspeki á tutt-
ugustu öld, s. 207.
57 Sama rit, s. 208-209.
58 Sama rit, inngangur þýðanda, s. 206.
59 Benda má lesendum á greinarnar „Siðfræði nútímans" eftir G.E.M. Anscombe