Skírnir - 01.09.2003, Page 67
SKÍRNIR
SIÐFRÆÐI OG ROKGREINING
293
stuttlega að annarri leið sem siðfræðingar geta farið út úr ógöng-
um rökgreiningarinnar og leggur megináherslu á sérstöðu sið-
fræðilegrar rökræðu.60
6. Siðfrœðileg rök
Orða má gagnrýni Foots á geðstefnuna og boðhyggjuna þannig að
staðreyndadómar séu í mörgum tilvikum góðar ástæður fyrir gild-
isdómum. Þetta hugtak „góðar ástæður" öðlaðist sérstakan sess í
siðfræðilegri umræðu sem spannst í viðbrögðum við þeirri hug-
hyggju um gildi sem var ríkjandi í siðfræðinni um miðbik síðustu
aldar. Meðal höfunda sem mótuðu þá umræðu voru þeir Stephen
Toulmin og Kurt Baier. Toulmin telur að undangengin umræða
um stöðu gilda feli í sér afarkosti; annaðhvort séu þau hlutlæg,
„eiginleikar í hlutnum", eða huglæg, „viðbrögð í huga“ þess sem
fellir gildisdóminn. Hann telur ástæðulaust að velja þarna á milli
og hafnar því að spurningin sé mikilvæg í siðfræðilegri umræðu.
Raunar sé hún til baga því hún beini sjónum okkar frá því sem
raunverulega skiptir máli, rökfærslunum sem liggja að baki þeim
siðadómum sem við fellum.61
Toulmin bendir á að heimspekingar hafi unnið skemmdarverk
með því að einskorða hugtakið „ástæður" við afleiðslu- eða að-
leiðslurök sem eiga aldrei við í siðferðilegri rökfærslu.62 Þetta er
ekki sá skilningur sem fólk hefur hversdagslega í huga þegar það
biður um góðar ástæður fyrir tiltekinni stjórnvaldsathöfn, svo
dæmi sé tekið. Það er engin ein uppskrift að því hvað teljast góð-
og „Dygðastefna nútímans" eftir Rosalind Hursthouse, báðar í Heimspeki á
tuttugustu öld.
60 Ég ræði þessa tvo valkosti nánar í grein minni „Er heimska í siðvitinu? Um
eþos, logos og frónimos í samtímasiðfræði,“ Mikjálsmessa (Reykjavík: Há-
skólaútgáfan, 2003), s. 229-245.
61 Stephen Toulmin, The Place of Reason in Ethics (Chicago: The University of
Chicago Press, 1986 [1950]), s. 43-45. Toulmin skrifaði aðra mikilvæga bók um
efnið, The Uses of Argument (Cambridge: Cambridge University Press, 1964
[1958]).
62 Sama rit, s. 59. Afbrigði þessa má sjá hjá Þorsteini Gylfasyni í grein hans „Gildi,
boð og ástæður“, þar sem hann hamrar á því að „í strangasta skilningi“ leiði
ekkert um siðferðilegar athafnir af forsendum í verklegri rökhendu.