Skírnir - 01.09.2003, Page 73
SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR
Kristin siðfræði hjónabandsins
og ofbeldi gegn konum
Femínistar vöktu fyrst máls á ofbeldi karla gegn eiginkonum á
sjöunda áratugnum. I kjölfarið reis upp hreyfing sem hafði það að
markmiði að styðja og aðstoða konur sem þurftu að flýja heimili
sín vegna ofbeldis. Komið var á fót athvörfum fyrir þolendur
heimilisofbeldis, konur og börn, víða um hinn vestræna heim.1
Enginn vissi í fyrstu hversu útbreitt eða hversu alvarlegt þetta
vandamál var. Rannsóknir leiddu í ljós að líf milljóna kvenna og
barna markast af ótta og kvíða vegna endurtekins ofbeldis eigin-
manna og feðra.2 Rannsókn í Kanada frá 1993 sýndi að 3 af hverj-
um 10 giftum konum (svo og þeim er höfðu verið giftar) höfðu
orðið fyrir ofbeldi af hálfu eiginmanns einu sinni eða oftar á lífs-
leiðinni. I næstum 40% af tilvikunum höfðu börn orðið vitni að
ofbeldinu.3 í íslenskri rannsókn frá 1996 sögðust á bilinu
1000-1100 íslenskar konur á aldrinum 18-65 ára hafa verið beitt-
ar ofbeldi af þáverandi eða fyrrverandi sambýlismanni eða eigin-
manni á árinu 1995. Þetta þýðir að um 1,3% íslenskra kvenna
1 D. Martin, Battered Wives (New York: Pocket Books, 1976); E. Pizzey, Scream
Quietly or the Neighbor Will Hear (Lundúnum: If Books, 1974).
2 Sbr. M. Straus o.fl., Behind Closed Doors: Violence in the American Family
(New York: Doubleday/Anchor, 1980); M. Straus, „Wife Battering: How
common and why“, Victimology, 2 1977; D.E.H. Russell, Rape in Marriage
(New York: Macmillan Publishing, 1982); K. Weinehall, Att vdxa upp i valdets
narhet. Ungdomars berattelser om vdld i hemmet (Umeá: Umei Universitets
Tryckeri, 1997).
3 Statistics Canada, The violence against women survey (The Daily, November 18,
1993). Skilgreining á ofbeldi í þessari rannsókn var sú sama og hin lagalega skil-
greining í Kanada. Rannsóknin var gerð í gegnum síma. Talað var við u.þ.b.
12.300 konur 18 ára og eldri um reynslu þeirra af líkamlegu og kynferðislegu of-
beldi eftir 16 ára aldur.
Skímir, 177. ár (haust 2003)