Skírnir - 01.09.2003, Side 75
SKÍRNIR
KRISTIN SIÐFRÆÐI HJÓNABANDSINS ...
301
ar um það meðal femínista að rætur ofbeldis gegn eiginkonum
megi rekja til undirgefni kvenna gagnvart yfirráðum og valdi
karla.10 Femínistar líta svo á að feðraveldið styðji félagsleg hlut-
verk, tengsl og stofnanir sem gera vald karla yfir konum mögulegt,
eðlilegt og siðferðilega réttlætanlegt.* 11 Kjarni feðraveldisins sé
blanda af trú á vald og yfirráð karla, hlutgervingu kvenna, félags-
legt og efnahagslegt kerfi sem neyði konur til að vera upp á karla
komnar og möguleika ofbeldismanna til að beita líkamlegu ofbeldi
án nokkurra teljandi afleiðinga af samfélagsins hálfu. Þannig megi
útskýra að verulegu leyti af hverju ofbeldi sé svo algengt og af
hverju konur og börn séu algengustu fórnarlömb þess.12
Hefðbundin lútersk-kristin siðfræði hefur ekki sýnt ofbeldi
karla gegn eiginkonum fræðilegan áhuga. Þetta má kannski fyrst
og fremst skýra út frá sýn hennar á eigin fræði, sem lítið hefur
breyst síðustu 100 ár. Þannig hefur lútersk-kristin siðfræði til
skamms tíma verið rekin í einangruðu sérherbergi við hlið samfé-
1994/1 (Lundúnum: SCM Press og Maryknoll: Orbis Books, 1994), J. C.
Brown og C. Bohn (ritstj.), Christianity, Patriarchy and Abuse: A Feminist
Critique (Cleveland: The Pilgrim Press, 1989); M.M. Fortune, Violence in the
Family. A Workshop Curriculum for Clergy and Other Helpers (Ohio: The Pil-
grim Press, 1991); S.K. Strom, In the Name of Submission (Mulnomah Press,
1986).
10 R.P. Dobash og R.E. Dobash, Violence against Wives. A Case Against the Patri-
archy (New York: Free Press, 1979).
11 R.L. Clarke, Pastoral Care of Battered Women (Philadelphia: The Westminster
Press, 1986).
12 E. Pence, „Legal Remedies and the Role of Law Enforcement concerning
Spouse Abuse“, Abuse and Religion: When Praying is not enough. Ritstjórar:
A. Horton og J. Williamson (New York: D.D. Heath, 1988); C. MacKinnon,
Toward a Feminist Theory of the State (Cambridge, Massachusetts, Lundún-
um: Harvard University Press, 1989). Ofangreind viðhorf varðandi hin meintu
tengsl ofbeldis og menningar eru vel þekkt innan femínískra fræða. Markmið-
ið með grein minni er ekki að fara nánar út í forsendur þeirra og útskýra þær í
löngu máli eins og vissulega væri hægt að gera. Það hef ég gert á öðrum vett-
vangi, sbr. doktorsritgerð mína, Sólveig Anna Bóasdóttir, Violence, Power and
Justice. A Feminist Contribution to Christian Sexual Ethics. Uppsala Studies in
Social Ethics 20. Acta Universitatis Upsaliensis. (Stokkhólmi: Almqvist &
Wiksell, 1998). Þessi stutti og samanþjappaði inngangur þjónar þeim tilgangi að
vera bakgrunnur fyrir það aðferðafræðilega vandamál sem er meginefni grein-
arinnar, þ.e. hvaða áhrif þekkingin um ofbeldi eiginmanna gegn eiginkonum
hefur fyrir framsetningu kristinnar hjónabandssiðfræði.