Skírnir - 01.09.2003, Page 79
SKÍRNIR
KRISTIN SIÐFRÆÐI HJÓNABANDSINS ...
305
Kristin hjónabandssiðfrœði fyrr og stðar
Kristna hjónabandssiðfræði kalla ég þá siðfræði sem m.a. fjallar
um þau rök sem færð eru fyrir því að hjónabandið sé æskilegt og
traust sambúðarform. Hið algenga er að kristin hjónabandssið-
fræði fjalli um tilgang og inntak hjónabandsins. Tilgang
hjónabandsins hafa guðfræðingar sögunnar einkum talið þrenns
konar: barneignir, að finna kynhvötinni félagslega viðurkenndan
farveg og að tryggja persónulegan og andlegan félagsskap. Tveir
þekktustu guðfræðingar kristninnar, Ágústínus og Tómas frá
Akvínó, lögðu áherslu á barneignir sem aðaltilgang hjónabands-
ins. Hjónabandið hefur ekki sjálfstætt gildi hjá þessum kenni-
mönnum heldur er það fyrst og fremst leið til að ná aðalmarkmiði
sínu, sem sé að viðhalda mannkyninu. Lúther hafði aðra afstöðu
til hjónabandsins. Samkvæmt honum var hjónabandið gott í sjálfu
sér þar sem það tilheyrði sköpunarskipununum. I hans augum
voru barneignir ekki aðaltilgangur þess heldur hið góða samband
makanna. Kynlífið hafði því ekki þann eina tilgang að geta börn.
Það gat einnig stuðlað að hinu góða sambandi.17
Þegar rætt er um inntak hjónabandsins hafa þrenns konar sjón-
armið einkum verið uppi. í fyrsta lagi hvort beri að líta á hjóna-
bandið sem samning tveggja óháðra einstaklinga. í öðru lagi hvort
hjónabandið sé eðlileg skipan náttúru eða samfélags og í þriðja lagi
hvort líta eigi á hjónabandið sem sakramenti, þ.e. sem náðarmeð-
al. Eins og fram kom hér að ofan hefur hinn lúterski skilningur á
inntaki hjónabandsins verið að það sé skipan Guðs. Hjónabandið
er ekki sakramenti, ekki heldur einstaklingssamningur. Hjóna-
bandið hefur verið til sem stofnun allt frá sköpuninni, sem þýðir
að það er fyrir alla, trúaða sem ekki trúaða. I hjónabandinu beri
17 M. Luther, Vom ehelichen Leben, í Martin Luther: Werke. Kritische Gesamt-
ausgabe (WA). 10. Band (Weimer: Hermann Böhlaus Nachfolger, 1910). Sjá
einnig P. Althaus, The Ethics of Martin Luther (Gutersloh: Gutersloher
Verlagshaus Gerd Mohn, 1965. Ensk þýðing: The Ethics of Martin Luther,
Philadelphia, 1972), og O. Sundby, Luthersk dktenskapsuppfattning. En studie
i den kyrkliga aktenskapsdebattern i Sverige efter 1900 (Stokkhólmi: Svenska
Kyrkans Diakonistyrelses Bokförlag, 1959).