Skírnir - 01.09.2003, Page 80
306
SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR
SKÍRNIR
manninum að þjóna náunga sínum og lögmál Guðs knýi manninn
til þess að fylgja því boði.18
Kristin hjónabandssiðfræði nútímans felur í sér mjög jákvæða
sýn á hjónabandið. Hjónabandið er lofað sem bæði traust og ör-
ugg höfn hamingjunnar. Þar ríki jafnrétti og kærleikur. Þá er
einnig farið lofsamlegum orðum um kynlíf innan hjónabands.
Kynlíf milli hjóna hafi ekki aðeins þann tilgang að geta börn
heldur einnig að tengja makana sterkari böndum ástarinnar.19
Helmut Thielicke, lúterskur guðfræðingur sem skrifaði á sjö-
unda áratug síðustu aldar, gengur út frá eðlislægum mun karla og
kvenna hvað varðar kynhvöt. Kynhvöt konunnar sé í dvala þar
til karlmaður snertir hana. Karlar hafi sterka kynhvöt frá byrjun,
þeir sveimi á milli kvenna, rótlausir í leit að ástinni. Þetta ástand
skapi þjáningu fyrir konuna, hún líði vegna hegðunar karlsins. Ef
hjónabandið eigi að verða hamingjusamt verði karlinn að líta til
þjáningar konunnar, fyllast meðaumkun og láta af framferði
sínu.20 í hjónabandssiðfræði sinni styðst Thielicke við kenningu
ættaða frá stóumönnum um réttlæti, svokallaða suum cuique-
kenningu. Réttlæti merkir hér að hver maður á að fá sitt, allt eft-
ir upplagi hans og hlutverki, en ekki allir endilega jafnmikið.
Réttlæti snýst um að taka eigi tillit til raunverulegs mismunar á
mönnum og útdeila gæðum eftir því. Karlmaðurinn hafi annað
hlutverk og önnur réttindi en konan. Því ber honum einnig ann-
ars konar réttlæti. Þetta sé vilji Guðs með sköpunarreglunum.
Lúther sjálfur og margir lúterskir guðfræðingar hafa notfært sér
þessa kenningu í skrifum sínum. Utlegging Thielicke á kenning-
unni er að náttúrulegur munur sé á kynjunum og sá munur rétt-
læti að karlmaðurinn hafi annað hlutverk og stöðu í hjónaband-
18 Sömu heimildir.
19 Þeirri umfjöllun sem hér fer á eftir er ekki ætlað að gefa heildaryfirlit yfir
hjónabandssiðfræði hinna þriggja guðfræðinga sem nefndir verða. Einungis
verður bent á ákveðin atriði og þau notuð til að styðja kenningu mína um þörf
á annars konar nálgun innan kristinnar hjónabandssiðfræði. Ytarlega greiningu
á framsetningum þessara þriggja guðfræðinga er að finna í Sólveig Anna Bóas-
dóttir (1998), 5.-8. kafla.
20 H. Thielicke, The Ethics of Sex (Cambridge, England: James Clarke, 1964), bls.
88-90.