Skírnir - 01.09.2003, Page 82
308
SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR
SKÍRNIR
ar á umræðuna um hjónabandið.22 Hinn kaþólski Háring gengur
út frá náttúruréttarhefðinni í sinni framsetningu. Sú hefð leggur
áherslu á að siðferðið sem slíkt sé hluti manneðlisins. Skynsemi
mannsins sé mikilvægust: vegna hennar sé manninum gert kleift
að átta sig á hvað sé siðferðilega rétt eða rangt. Trúin bæti hér engu
við. Kynlífinu er gert hátt undir höfði hjá Háring. Merkingu þess
telur hann nátengda eðli mannsins og tilgangi lífs hans. Kynlífið sé
gjöf skaparans og þess vegna gott. Sú gjöf hafi verið endurnýjuð af
lausnaranum. Kynlífið sé leið til að tjá sig, ná sambandi við aðra
manneskju, ekki tilgangur í sjálfu sér.23
Jákvæður skilningur á kynlífinu einkennir einnig framsetningu
Nelsons, en hann tekur jafnvel enn dýpra í árinni en Háring í
skrifum sínum um kynferðislega endurlausn (sexual salvation).24
Kynlífið sem slíkt, segir hann, felur í sér uppbyggingar- og lækn-
ingamátt. Það byggir brú milli fólks og einnig milli Guðs og
manna. Máttur kynlífsins er mikill því kjarni þess er samtal og
tengsl. Nelson er undir áhrifum frá kenningu sem kallast táknræn
samskiptakenning (symbolic interactionism). Hann túlkar þessa
kenningu þannig að merking kynlífs geti breyst sögulega og
menningarlega. Kynlíf sé eitthvað miklu meira en bara líffræðilegt
fyrirbæri, samfélagslegt gildi þess skyldi ekki vanmeta. Guð skap-
aði manninn til samfélags við sig og aðra menn, segir Nelson.
Þetta merkir að manneskjur eru tengslaverur, dýpsta markmið til-
veru þeirra er samfélagið við aðra. Kynlíf er einn mikilvægur þátt-
ur í lífi fólks þar sem þessi tengsl eiga sér stað.25
Ef framsetning nútímaguðfræðinga á siðfræði hjónabandsins
er borin saman sést að margt er ólíkt með þeim. Kynlífskenning-
ar Hárings og Nelsons eru til dæmis mjög frábrugðnar kenningu
Thielicke. Þá er augljós munur á afstöðu þeirra til hlutverks og
22 B. Háring, Free and Faithful in Christ. Moral Theology for Priests and Laity,
hefti I og II (Middlegreen, Slough: St Paul Publications, 1978-1979); J.B. Nel-
son, Emhodiment. An Approach to Sexuality and Christian Theology (Minne-
apolis: Augsburg Publishing House, 1978).
23 Háring (1979), hefti II, bls. 494-495.
24 Nelson (1978), bls. 68-79.
25 Nelson (1978), bls. 27-29.