Skírnir - 01.09.2003, Page 84
310
SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR
SKÍRNIR
syndafall mannsins er vissulega nokkur, einkum hjá hinum lút-
ersku guðfræðingum, en hún hefur lítil áhrif á umræðuna um
hjónabandið. Kynhneigðin og kynlífið er gjöf Guðs og tengist
fyrst og fremst líffræðilegum þáttum. Hið gagnkynhneigða for-
ræði er ótvírætt í flestum framsetningum kristinnar hjónabands-
siðfræði. Þar sker þó Nelson sig úr sem heldur því fram að sam-
kynhneigð sé einnig Guðs góða sköpun. En að tengja hugmyndir
um kynlíf við vald, yfirráð og óréttlæti er hinum kristnu siðfræð-
ingum framandi. Vegna þeirrar forsendu að jafnvægi, öryggi og ást
einkenni hjónabandið er það látið vera að ræða vandamál eins og
nauðgun eða líkamlegt og andlegt ofbeldi karla gagnvart konum.
Einungis Thielicke þróar réttlætiskenningu í hjónabandssiðfræði
sinni en sá galli er á henni að hún ýtir undir óréttlæti í garð kvenna.
Samkvæmt réttlætiskenningu Thielicke ber nefnilega eiginkonum
áfram að hlýða eiginmönnum sínum í hjónabandi.
Gagnrýmð sjónarhorn kristinnar femínískrar siðfrœði
Femínískar kenningar tengjast pólitískri og heimspekilegri hug-
myndafræði á margan og mismunandi hátt. Sögulega má tala um
frjálslyndar, marxískar, sósíalískar, róttækar, tilvistarlegar og sál-
greiningarlegar femínískar kenningar, svo nokkrar séu nefndar.29
Kristin femínísk siðfræði á sér ríflega 30 ára sögu. Einn elsti full-
trúi hennar, Beverly Wildung Harrison, lagði áherslu á tengsl
kristinnar siðfræði og gagnrýninnar samfélagskenningar (critical
theory).30 Með gagnrýninni samfélagskenningu á ég við þá félags-
29 Sjá R. Tong, Feminist Thought. A Comprehensive Introduction (Lundúnum:
Routledge, 1992) og S. Gunew (ritstj.), Feminist Knowledge. Critique and
Construct (Lundúnum og New York: Routledge, 1990) í báðum þessum bók-
um er ítarlega fjallað um hvernig femínismi tengist hugmyndafræðilegum og
pólitískum straumum og stefnum.
30 Harrison, sem hefur haft mikil áhrif á fjölda femínískra guðfræðinga sem skrifa
um siðfræði, var lengst af prófessor við Union Theological Seminary í New
York. í byrjun 8. áratugarins fór fram lífleg umræða á vegum guðfræðinga sem
störfuðu við Union Theological Seminary um áhrif gagnrýninnar samfélags-
kenningar á guðfræði hins þekkta 20. aldar guðfræðings og heimspekings Paul
Tillich og tók Harrison virkan þátt í henni, sbr. bók hennar Making the Con-