Skírnir - 01.09.2003, Page 85
SKÍRNIR
KRISTIN SIÐFRÆÐI HJÓNABANDSINS ...
311
vísindalegu hefð sem tengist Frankfurtarskólanum og stefnum og
fræðimönnum sem honum tengjast. Gagnrýnin samfélagskenning
einkennist af því að vera í senn túlkandi og efablandin gagnvart
hinum félagslega veruleika. Fíún er á stundum nefnd gagnrýnin
túlkunarfræði (critical kermeneutics). Það sem stýrir þessari gagn-
rýnu túlkun er „frelsandi“ þekkingaráhugi. Gagnrýnin kenning
lítur svo á að félagsleg vísindi eigi að vera í þjónustu frelsis, en
boða enga sérstaka kenningu um hvernig slíkt eigi að ganga fyrir
sig. Gegn þeirri forsendu að hinn félagslegi veruleiki sé „náttúru-
legur, eðlilegur, hlutlaus og óhjákvæmilegur", sem samkvæmt
gagnrýninni samfélagskenningu einkennir stóran hluta hagnýtra
félagsvísindalegra rannsókna og túlkunar - gengur gagnrýnin
samfélagskenning út frá því að félagslegur veruleiki sé meira og
minna sögulega ákvarðaður og einkennist í miklum mæli af valda-
misvægi og sérhagsmunum. Það er þessi veruleiki og aðstæður
sem gagnrýnin samfélagskenning telur að eigi að vera tilefni gagn-
rýninna rannsókna og einnig róttækra breytinga.31
Það sem kristin femínísk siðfræði á einkum sameiginlegt með
gagnrýnni samfélagskenningu er hin verufræðilega sýn á samfé-
lagið og manneskjuna.32 Áhugi gagnrýninnar samfélagskenningar
liggur á hinum félagslegu og menningarlegu þáttum samfélagsins,
sem samtímis eru nátengdir efnahagslegum og tæknilegum að-
stæðum. Gagnrýnin samfélagskenning lítur svo á að hinn efna-
hagslegi grundvöllur samfélagsins sé nátengdur hugmyndum, við-
horfum og vitundarformum. Samfélagið sé ein heild og ekki sé
nection. Essays in Feminist Social Ethics. Ritstj. C. Robb. (Boston: Beacon
Press, 1985). Tillich var samstarfsmaður Horkheimer í Frankfurt um og eftir
1930 en guðfræðingar við Union Theological Seminary höfðu misjafnar skoð-
anir á því hversu mikil áhrif gagnrýnin samfélagskenning, eins og hún birtist á
þessum tíma, hefði haft á skrif Tillich. Sjá. G.M. Simpson, Critical Social The-
ory. Prophetic reason, civil society, and Christian imagination (Minneapolis:
Fortress Press, 2002) bls. 27-52.
31 Simpson (2002), bls. 17-26.
32 Þessi sýn birtist glöggt í S.E. Davies og E.H. Haney (ritstj.), Redefining Sexu-
al Ethics. A Sourcebook of Essays, Stories, and Poems (Cleveland: Pilgrim Press,
1991) svo og í J. Nelson og S.P. Longfellow (ritstj.), Sexuality and the Sacred.
Sources for Theological Reflection (Louisville: Westminster/John Knox, 1994).