Skírnir - 01.09.2003, Page 87
SKÍRNIR
KRISTIN SIÐFRÆÐI HJÓNABANDSINS ...
313
kristinnar femínískrar siðfræði liggja þó víðar. Frelsunarguðfræð-
in, sem er guðfræði sem átti upptök sín í Suður- og Mið-Ameríku
á sjöunda áratugnum hefur og verið femínískri siðfræði óþrjót-
andi uppspretta. Eitt helsta áhersluatriði frelsunarguðfræðinnar
hefur frá upphafi verið að grundvöllur siðfræðilegrar íhugunar
eigi að vera sá veruleiki sem fólk lifir í. Frá þessum veruleika verði
siðfræðin að þróast.36
Hjónaband, og réttheti
Margir femínískir heimspekingar og siðfræðingar hafa fjallað um
það hvað átt er við með réttlæti í femínískri siðfræði. Susan Moller
Okin gagnrýnir þekktar réttlætiskenningar fyrir að fjalla ekki um
hvernig samfélagslegt óréttlæti bitnar á konum.37 Einnig gagnrýn-
ir hún þær fyrir að beina ekki sjónum að óréttlæti í einkalífinu, s.s.
innan fjölskyldu og hjónabands, en ganga út frá því að ástin ein
geti ríkt þar. Okin bendir á hvernig hjónabandið í vestrænni
menningu, bæði sem stofnun og sem hugmyndafræði, veiki kon-
ur, geri þær háðar öðrum, stuðli að arðráni vinnu þeirra og auki að
lokum líkur á að konur verði fórnarlömb ofbeldis.38 Hugmyndir
um hjónabandið og fjölskylduna í menningu okkar móti að sjálf-
sögðu viðhorf kvenna og karla til þess. Hjónabandið sé mikilvæg-
ara fyrir konur en karla bæði efnahagslega og hvað varði sjálfs-
mynd kvenna. Móðurhlutverkið sé af mörgum enn talið æðsta
hlutverk konunnar. Konur velji því menntun sem fari vel saman
við húsmóður- og móðurstarfið. Þetta geri það að verkum að þeg-
ar konur og karlar mætast í hjónabandinu standi þau ekki jafnt að
vígi. Misvægi sé þegar til staðar, t.d. hvað varðar menntun og hug-
36 Sbr. verk E. Dussel, Ethic and Community (Maryknoll, New York: Orbis
Books, 1988) og J.M. Bonino, Toward a Christian Political Ethics (Lundúnum:
SCM Press, 1983).
37 Susan Moller Okin gagnrýnir m.a. réttlætiskenningar Maclntyres, Nozicks og
Walzers. Sú kenning sem hún telur samrýmast best femínískri siðfræði er kenn-
ing John Rawls; sjá nánar í S.M. Okin, Justice, Gender, and the Family (Boston:
Basic Books, 1989).
38 Sama rit, bls. 134—169.