Skírnir - 01.09.2003, Page 91
SKÍRNIR KRISTIN SIÐFRÆÐI HJÓNABANDSINS ... 317
berum okkur jafnan saman við, ríkir ekki valdajafnvægi milli karla
og kvenna, hvorki á einstaklingsgrundvelli né á samfélagslegum
grundvelli. Hvað varðar hinn síðarnefnda kemur þetta ójafnvægi
glöggt fram í launamun karla og kvenna sem finna má í öllum nú-
tímasamfélögum sem halda þó á lofti hugsjónum jafnréttis og rétt-
lætis. Þessi launamunur hefur verið staðfestur af fjölda rannsókna
í fjölda landa. Einnig má sjá valdaójafnvægið á því hversu miklu
færri konum en körlum tekst að komast í stjórnunarstöður í fyr-
irtækjum og öðrum mikilvægum stofnunum samfélagsins.
Vald er ekki síður mikilvægur þáttur í einkalífinu.44 Upp-
sprettur einstaklingsbundins valds tengjast kyni, aldri, stöðu,
efnahag, stétt, menntun og búsetu, svo nokkuð sé nefnt. Hægt er
að skoða öll náin sambönd í ljósi valds. Vald er tengslahugtak: ein-
staklingur hefur vald, meira eða minna, í samanburði við einhvern
annan. Vald er á sama tíma breytileg stærð: það fer eftir aðstæðum
hversu mikið vald einstaklingurinn hefur. Ein og sama mann-
eskjan getur haft meira vald en aðrar í vissum aðstæðum en minna
í öðrum. Sá sem ræður yfir fleiri gæðum (efnislegum, félagslegum,
andlegum) hefur sterkari stöðu andspænis þeim sem verr er settur.
Sá sem hefur yfir færri gæðum að ráða er í veikari stöðu gagnvart
hinum. Valdastaða þeirra er í ójafnvægi. Þegar makar ráða yfir
mismiklum gæðum (t.d. menntunarlega, efnahagslega, stöðulega
o.s.frv.) getur það haft áhrif á samband þeirra. Valdamisræmi er
forsenda fyrir misbeitingu valds. Eitt birtingarform misbeitingar
valds er ofbeldi.
Eins og áður er sagt, tel ég æskilegt að kristin hjónabandssið-
fræði tali um réttlæti. Ástæðuna fyrir þessu hef ég að nokkru út-
skýrt, nefnilega nauðsyn þess að gera ofbeldið gegn konum og það
óréttlæti sem í því felst sýnilegt. Ég er sammála Susan Moller Okin
varðandi blindu siðfræðinnar almennt á það óréttlæti sem oft þrífst
innan hjónabandsins. Bæði Okin og Young undirstrika nauðsyn
þess að gagnrýna viðmið og hugmyndafræði hjónabandsins sem
saman stuðla að því að viðhalda óréttlæti innan þess. Þetta verður
trúverðug kristin siðfræði að hafa hugrekki til að gera og innblást-
44 Sjá nánari umfjöllun í Sólveig Anna Bóasdóttir (1998), bls. 190-191.