Skírnir - 01.09.2003, Page 100
326
JÓN MA. ÁSGEIRSSON
SKÍRNIR
aldrei hið sama fremur en sporbrautir himintungla um sólir og
kjarna vetrarbrauta í ómælisvíddum geimsins hvenær sem þessi
fyrirbæri ber fyrir sjónir á ný.
Því má halda fram að Immanuel Kant (1724-1804) hafi lagt
mikið af mörkum til þess að umbreyta biblíulestri eins og hann
var stundaður á miðöldum, að því er best verður vitað, og þeirri
veruleikaskynjun sem honum fylgdi.1 Trúarbrögðin verða ekki
krafin svara um sögu manneskjunnar vegna þess að trúarbrögðin
eiga, að áliti Kants, „grundvöll sinn í siðferðilegri sannfæringu
fólksins" sem byggir þessa jörð.2 Veruleikaskynjun Kants er
m.ö.o. háð æðra sviði (þ.e. skynsemi), ekki ólíkt upphöfnum
heimi frummyndanna sem Platón fann handan tíma og rúms (þ.e.
frummynda hins óhlutstæða veruleika).3
Svo er ekki að Kant hafi verið fyrstur síðari alda manna til að
draga í efa raunveruleika skáldskaparmálsins (eins og hins biblíu-
lega). René Descartes (1596-1630) hafði þegar einum tveimur kyn-
slóðum fyrr kveðið upp þunga dóma yfir því sem hann eignar
„andagáfu" fremur en „yfirvegaðri hugsun" og tengir það jafn-
framt vangaveltum um veruleika sögunnar. Þannig segir Descartes:
... mikil forvitni um hætti fyrri alda kann að leiða til vanþekkingar á hög-
um samtíðarinnar. Auk þess glepja dæmisögur mönnum einatt sýn, að
þeir telja vel hugsanlega atburði, sem eru fjarstæða ein. Áreiðanlegustu
sögurnar fara að vísu hvergi með lygar eða ýkjur, en þær láta þá sitthvað
lágkúrulegt og miður frækilegt ósagt, svo að það, sem fram er dregið,
birtist ekki í réttu samhengi. Þeir, sem hafa fordæmi slíkra sagna að leið-
arljósi, reisa sér því hurðarás um öxl og lenda oft í sömu firrunum og
kapparnir í fornsögunum.4
1 Um túlkun Biblíunnar fram á nítjándu öld, sjá t.d. Hans W. Frei, The Eclipse of
Biblical Narrative: A Study in Eighteenth and Nineteenth Century Hermeneu-
tics (New Haven, CT og Lundúnum: Yale University Press, 1974), 17-50.
2 Die Religion innerhalb der Grenzen der bloflen Vemuft (ritstj. Rudolf Malter;
Universal-Bibliothek 1231; Stuttgart: Reclam, 1981), 163.
3 Sbr. Gerald A. Press, „The Graeco-Roman mind was devoted to realities and
truths outside time (for example, Parmenides, Plato, and Plotinus), to abstractions
and ideas, rather than individuals," í The Development of the Idea of History in
Antiquity (McGill-Queen’s Studies in the History of Ideas, Richard H. Popkin
ritstj., 2; Kingston og Montreal: McGill-Queen’s University Press, 1982), 6.
4 Orðrœða um aðferð, í þýðingu Magnúsar G. Jónssonar (Reykjavík: Hið íslenska