Skírnir - 01.09.2003, Qupperneq 101
SKÍRNIR
LÚKAS OG LEITIN AÐ SÖGULEGUM ARFI
327
Og þá hafði þessi mikli stærðfræðingur og heimspekingur í raun
gengið lengra en Platón, enda þótt þessari skuggsjá heimspekinn-
ar hafi gjarna verið kennt að senda Hómer, fulltrúa skáldskapar-
ins, út í ystu myrkur. Platón krefst þess að tungutak ljóðsins
(mýþos) verði látið lúta lögmálum rökfræðinnar eða skynsamlegr-
ar orðræðu (logos) en dæmast að öðrum kosti innantómt glamur.* * * 5
Nútímakenningar um gagnrýna hugsun eru enda ekki raktar til
Descartes eins, heldur og ekki síður til Benedicts (Baruch) Spi-
noza (1632-1677). Spinoza hélt því fram að skilningur hlyti að fel-
ast í því að „greina á milli raunverulegra hugmynda og annarrar
skynjunar."6 Þannig hafði Spinoza hvorki hafnað skáldskapnum
né ljáð honum óendanlega merkingarvídd. í krafti þessa tók David
Friedrich Strauss (1808-1874) að skilgreina skáldskaparmál
(myth) biblíutextanna í nýju ljósi. Að mati Strauss er veruleiki
þeirra ekki háður fullyrðingum um sögulegan sannleik (hvort sem
slíkar fullyrðingar gætu reynst sannar eða ósannar) heldur endur-
speglar textinn „menningarlegar og trúarlegar kringumstæður"
þeirra sem sömdu textana.7
Með Strauss hafði lestur biblíutexta enn tekið stakkaskiptum.
Sannleikur þeirra var ekki lengur bundinn við sagnfræðilegan
veruleika heldur þá mannlegu skynsemi sem bjó að baki ritun
þeirra. Þessari áherslu á tímaleysi textans fylgdi Rudolf Bultmann
eftir í tilvistarfræðilegri útleggingu sinni á Ritningunum þar sem
sagan og sagnfræðin urðu nánast með öllu útundan.8 Einnig inn-
bókmenntafélag, 1991), 66; sbr. Louis O. Mink í Brian Fay o.fl. ritstj., Histor-
ical Understanding (Ithaca, NY og Lundúnum: Cornell University Press,
1987), 42.
5 Sbr. Julius A. Elias, Plato’s Defense of Poetry (Albany, NY: State University of
New York Press, 1984), 1-37.
6 On the Improvement of the Understanding í Christopher Norris, Spinoza and
the Origins of Modern Critical Theory (The Bucknell Lectures in Literary The-
ory, M. Payne og H. Schweizer ritstjOxford: Blackwell, 1991), 230.
7 Sbr. Frei, Eclipse of Bihlical Narrative, 233.
8 Sjá t.d. grein hans, „Zum Problem der Entmythologisierung,“ í Glauhen und
'Verstehen (ritstj. Micahel Latke; 4 bindi; endurb. útg.; Túbingen: Mohr
(Siebeck), 1984 [1963]), 4:128-137. Bultmann segir, „Es fragt sich nun, ob die ex-
istentielle Interpretation der Geschichte und die objektivierende Darstellung der
Geschichte in Widerspruch zu einander stehen, bzw. ob die Wirklichkeit, die