Skírnir - 01.09.2003, Page 103
SKÍRNIR LÚKAS OG LEITIN AÐ SÖGULEGUM ARFI
329
ingsleið sem ekki beri að blanda saman við hefðbundna þekkingu
sem slíka (þ.e. á alkunnum fyrirbærum).14 Ef söguþráðurinn er nú
orðinn leið til skilnings á sögulegum texta, eins og Mink heldur
fram, tengist sú hugmynd vissulega hlutverki höfunda þeirra, rétt
eins og Strauss leggur áherslu á. Engu að síður leggst Mink gegn
hugmyndum um „sagnfræðina sem tilbúning sagnfræðingsins“
eða sjálfhyggju, eins og áður segir.15
En á síðustu árum hefur áherslan enn breyst og þá beinst að
eðli texta sem slíkra. Nú er spurt um samband texta (ekki aðeins
tiltekins innihalds þeirra) við hvers konar ytri veruleika eða
heim.16 Hvernig er hægt að fjalla um texta nema fara fyrst ofan í
saumana á því hvernig textar eru notaðir innan tiltekins menning-
arsamfélags, kanna hvernig þeir sjálfir eru saman settir, og loks
hvernig sagnfræðingur skrifar nýjan texta til að lýsa því sem fyrir
augu ber? Averil Cameron bendir á að sagnfræðilegir textar séu
dæmi um „framsetningu eða orðræðu sem kalli umfram flesta
texta á túlkun og umfjöllun".17 Sagnfræðilegt verk verður þá texti
um texta sem byggist á túlkun, en áheyrendur og lesendur textans
verða jafnframt að takast á við sinn eigin skilning á texta sagnfræð-
ingsins.18 Þessa þróun telur Cameron að megi rekja til vaxandi
efasemda um „hlutlægan" veruleika, ekki aðeins í sagnfræði held-
ur og heimspeki og þjóðfélagsfræðum almennt.
Við dögun þessarar nýju aldar hefur ævaforn lestur, sem á mið-
öldum var oft kenndur við sögulega vídd eða hið bókstaflega
(literal dimensiori) annars vegar og tileinkun eða hið yfirfærða
('figurative dimensiori) hins vegar, þróast í nýja átt. Hið sögulega
og sjáanlega (textinn) á sér hvorki afmarkaða skilgreiningu framar
né merkingu, né heldur annan sannleik en þann sem augnablik
lestursins leiðir í ljós: eina merkingu í einni andrá og aðra þá næstu
14 Sama rit, 55.
15 Sama rit, 99.
16 Sjá t.d. Averil Camron ritstj., History as Text: The Writing of Ancient History
(Chapell Hill, NC og Lundúnum: The University of North Carolina Press,
1990), 1-10.
17 Sama rit, 4.
18 Sama rit, 5.