Skírnir - 01.09.2003, Side 105
SKÍRNIR LÚKAS OG LEITIN AÐ SÖGULEGUM ARFI
331
til grafar: boðskap hans, lækningaverkum, stofnun kirkjunnar og
alheimstrúboði. Um leið er þessi saga (story) sett fram með ítarleg-
um tilvísunum til stefja úr menningu síðgyðingdómsins og hins
stærra helleníska umhverfis alls.22 Sjálf frásögnin eða orðræðan
(discourse) lýtur öll í stóru og smáu viðteknum venjum mælsku-
fræðinnar.23 Verður þá sagt að sögulegur arfur grundvallist um
leið á „viðburðum" þeim sem saga Lúkasar lýsir?
I ljósi þess hversu varanleg áhrif efasemdir Bultmanns og fylgj-
enda hans um sögulegan veruleika að baki trúarlegum textum
höfðu í rannsóknum á bókum Nýja testamentisins, er það krafta-
verki líkast að þessir torkennilegu textar skyldu aftur öðlast sess
sem sagnfræði.24 Ekki er þó lengur svo að leitast sé við að finna at-
burðalýsingum stað í veruleikanum, hvort eitthvað hafi átt sér stað
eða ekki, heldur eru textarnir skoðaðir í ljósi félags- og menning-
arsögu þar sem hugmyndir og hefðir samfélagsins sem þeir eru
sprottnir úr skipa veglegastan sess við rannsóknirnar.25 Þessarar
viðleitni sér víða stað í rannsóknum á öðrum vettvangi, eins og í
bókmenntafræði eða sagnfræði; þannig hafa íslenskar miðaldabók-
menntir m.a. verið rannsakaðar út frá sjónarhóli þjóðfélagsfræða.26
Atburðir frásögunnar eru þá í raun ekki lengur það sem leitast
er við að skýra heldur tengsl við umhverfið, samfélag textans og
lesandans. Hvort heldur fyrir áhrif heimspekinnar eða annarra
22 Sjá t.d., Joseph A. Fitzmyer, The Gospel according to Luke I-IX, A New
Translation with Introduction and Commentary (The Anchor Bible 28; Garden
City, NY: Doubleday, 1981), 57-59, 62, 143-270.
23 Sjá t.d., Vernon K. Robbins, The Tapestry of Early Christian Discourse: Rhet-
oric, Society, and Ideology (Lundúnum og New York: Routledge, 1996), 1-95,
einkum 53-64, 72—89.
24 Um Lúkasarguðspjall og Postulasöguna í ljósi sagnfræðirannsókna, sjá t.d. Joel
B. Green og Michael C. McKeever, Luke-Acts and New Testament Histo-
riography (Institute for Biblical Research Bibliographies 8; Grand Rapids, MI:
Baker, 1994), 91-143.
25 Sjá t.d. Jerome H. Neyrey, ritstj., The Social World of Luke-Acts: Models for
Interpretation (Peabody, MA: Hendrickson, 1991).
26 Sjá t.d. Lars Furuland, „Litteratur och samhálle. Litteratursociologiska
frágestállingar," í Lars Gustafsson, ritstj., Forskningsfdlt och metoder inom litt-
eraturvetenskapen (2. útg.; Stokkhólmi: Wahlström og Widstrand, 1974
[1960]), 174-205; Jesse L. Byock, Medieval Iceland: Society, Sagas, and Power
(Berkeley, CA: University of California Press, 1988).