Skírnir - 01.09.2003, Síða 106
332
JÓN MA. ÁSGEIRSSON
SKÍRNIR
fræða skipta atburðir utan frásögunnar ekki lengur máli sem slíkir.
Eins og Mink segir: þeir eru í sjálfu sér ekki það sem frásagan er
spunnin af heldur eru þeir sjálfir orðnir „einangruð fyrirbæri eða
sértekning (abstraction) innan frásögu“.27
Frásaga Lúkasar er saga um sögu, eins og fram kemur í upp-
hafsorðum guðspjallsins. Lúkas vitnar til einhverra þeirra forvera
sinna sem þegar hafi fært í letur frásögu „þeirra viðburða, er gjörst
hafa meðal vor“ (Lk 1.1). Þessir atburðir sem guðspjallið lýsir eru
það sem tengja saman skáldskap (fiction) og sagnfræði (history)
sem frásögur (narratives), að mati Minks. Þó telur hann engu að
síður nauðsynlegt að halda þeim aðgreindum þar eð þessar grein-
ar hvorar um sig hljóti að gera ólíka kröfu um sannleiksgildi. Að
öðrum kosti hyrfu þær báðar inn í heim mýtunnar þar sem rökin
og eining þeirra hlytu að glatast.28
Nú má til sanns vegar færa að Lúkas skrifi sögu skylda þeim sem
finna má í öðrum guðspjöllum Nýja testamentisins, og þó einkum
í guðspjöllum Markúsar og Matteusar. En leit Lúkasar að söguleg-
um arfi er ekki bundin umritun eldri frásagna af ævi og störfum
Jesú. Lúkas rammar frásögu sína af þessum atburðum inn með stefj-
um úr hefð síðgyðingdómsins sem bera í senn vitni sköpunargáfu
höfundar og viðleitni til að tengja söguna sem myndar kjarnann í
frásögu hans við eldri hefðir. Þetta gerir höfundurinn í þeim tilgangi
að finna henni grunnarfleifð sem alls er óljóst að hafi verið til stað-
ar frá upphafi, eða þegar hinir fyrstu hópar sem heillast höfðu af
orðum og gjörðum Jesú tóku að safnast saman í hans nafni.29
Til að ná þessu markmiði sviðsetur Lúkas frásöguna af fæðingu
Jesú í beinu framhaldi af sögu Gyðinganna um Guð og þjóðina
Israel og bætir við kjarnann, frásögu Markúsar, margvíslegu öðru
efni í sama tilgangi.30 Burton L. Mack telur að viðbætur Lúkasar
27 Historical Understanding, 201.
28 Sama rit, 203.
29 Um eðli hinna elstu hefða um Jesú sjá t.d., Jón Ma. Ásgeirsson, „Evangelia
Anomalia: St. Thomas and St. Matthew" (erindi flutt á ársþingi The Society of
Biblical Literature, Nashville, TN, 18. nóv. 2000), 1-22.
30 Sbr. Burton L. Mack, Who Wrote the New Testament? The Making of the
Christian Myth (San Francisco, CA: HarperSanFrancisco, 1995), 170.