Skírnir - 01.09.2003, Page 109
SKÍRNIR LÚKAS OG LEITIN AÐ SÖGULEGUM ARFI
335
þessum kafla minnist Stefán örlaga ættfeðranna í Egyptalandi og
hvernig Jósef sendi eftir föður sínum sem síðar kveður þennan
heim og er fluttur í grafreit Abrahams í Síkem (7.16). I næstu
andrá er vísað til fjölgunar fólks þeirra í Egyptalandi og enn skír-
skotað til fyrirheita Guðs til Abrahams (7.17). Og enn aftar í sama
kafla vitnar Stefán í söguna af þyrnirunnanum logandi á Sínaífjalli
þar sem Guð talar til Móse og gerir sig þekkjanlegan með því að
höfða til Abrahams, ísaks og Jakobs (17.30-32). Hér er það aftur
stefið um dýrðina sem tengir saman fortíð og samtíð höfundarins
og gerir Abraham að sameiningartákni Gyðinga á öllum tímum
jafnt, og endurnýjunar guðssamfélagsins á meðal lífs og liðinna.
Loks er í þrettánda kafla talað um „niðja Abrahams", og aðra þá
sem „óttast Guð“ (P 13.26), sem einn flokk að því er virðist.
I Postulasögunni er stefið um Abraham notað í tengslum við
miskunn Guðs og endurnýjun guðssamfélagsins en hvort tveggja
er nátengt hugmyndinni um opinberaða „dýrð Guðs“. Um leið er
hringurinn í kringum niðja Abrahams þrengdur að nýju, en í Lúk-
asarguðspjalli er hann rofinn um stundarsakir til að ná til alls
mannkyns. Postulasagan innsiglar þennan hring að nýju til að af-
marka kirkju Krists (að Gyðingum meðtöldum) og hina sem auð-
sýna engan guðsótta frammi fyrir opinberaðri dýrð Guðs, sem
Abraham ber vitni um öðrum fremur.
Af þessu er ljóst að öðrum þræði má lesa úr tilvísunum til
Abrahams sitthvað um skilning Lúkasar á Guði. Eiginleikar Guðs
birtast sem uppspretta mannkynsins, vernd þess og hjálpræði.
Hann er Guð lífsins og upprisunnar (í Lúkasarguðspjalli) og sá
sem innsiglar dýrð hins efsta tíma (í Postulasögunni) fyrir þá sem
„óttast Guð“.33 Jafnframt skipar söfnuður (niðjar) Guðs veglegan
sess í báðum ritunum.34
33 Um Abraham og eiginleika Guðs í Tvíbókarritinu sjá t.d. Robert L. Brawley,
„Abrahamic Covenant Traditions and the Characterization of God in Luke-
Acts,“ í J. Verheyden, ritstj., The Unity of Luke-Acts (Bibliotheca ephemerid-
um theologicarum lovaniensium 142; Leuven: Leuven University Press og
Peeters, 1999), 109-132.
34 Sjá t.d. umfjöllun Sabine van den Eynde, „Children of the Promise: On the DI-
AGHKH-Promise to Abraham in Lk 1,72 and Acts 3,25,“ í The Unity of Luke-
Acts, 469-182.