Skírnir - 01.09.2003, Page 110
336
JÓN MA. ÁSGEIRSSON
SKÍRNIR
Allir þessir textar vitna jafníramt um flókið ferli endurtekn-
inga (imitation). Fornum stefjum er ýmist fundið nýtt samhengi,
sem styðja hugmyndir höfundarins, ellegar þau eru notuð til að
skapa eitthvað nýtt (sbr. Lk 16.19-31). Hér stendur Lúkas traust-
um fótum í hefð hellenískrar mælskulistar; eitt aðalatriði í mennt-
un rithöfunda og ræðumanna var að þeir tileinkuðu sér viðteknar
hefðir og einstök stef til að nota í ræðu og riti.35
Sagan af Lúkasi
í ljósi Abrahamsstefsins, sem snertir persónu Abrahams, er ljóst
að Lúkas hefur ekki einasta endurskrifað frásögu Markúsar af Jesú
heldur og endurskapað hana með tilvísunum sem eiga í senn að
vísa til sögulegs veruleika og hins yfirnáttúrulega. Slík samblönd-
un fellur illa að tvískiptingu texta í sagnfræði og skáldskap að
hætti Minks. Eða mætti í einu og öllu líta á samhengi þessara stefja
sem þann flokk sem heyrir skáldskapnum til? Samhengi hins yfir-
náttúrulega útilokaði vissulega þann flokk sem Mink fellir undir
sagnfræði.
Sé þessi texti flokkaður sem skáldskapur, reynist vandasamt að
gera grein fyrir því að þessi stef eru notuð í þeim tilgangi að byggja
sögulega brú milli postulasamfélagsins, Jesú og gyðingdómsins að
fornu og nýju. En þetta virðist Lúkas augljóslega hafa í hyggju.
Andspænis þessum vanda hefur verið stungið upp á nokkurs kon-
ar málamiðlun. Hér sé hvorki á ferðinni skáldskapur í eiginlegri
merkingu né heldur sagnfræði heldur skáldskaparsöguritun (fic-
tional historiography)?<:
Leit Lúkasar að sögulegum arfi þessa kristna samfélags sem
hann lifir og hrærist í er þó ekki háð skilgreiningum á hugtökum.
Miklu heldur endurspeglast þessi viðleitni hans í endurteknum
35 Sjá t.d, Ronald F. Hock, „Homer in Greco-Roman Education," í Dennis R.
MacDonald ritstj., Mimesis and Intertextuality in Antiquity and Christianity
(Studies in Antiquity and Christianity; Harrisburg, PA: Trinity Press
International, 2001), 56-77.
36 Sjá t.d. Mack, Wbo Wrote the New Testament?, 171.