Skírnir - 01.09.2003, Page 111
SKÍRNIR LÚKAS OG LEITIN AÐ SÖGULEGUM ARFI
337
stefjum sem í þessu tilliti eru ekki sagnfræði á sagnfræði ofan heldur
texti á milli texta (metatext).37
Ut frá hugmyndum um endurtekin stef í nýju samhengi (inter-
textuality) er það heldur ekki samanburðurinn milli skrifaðra
texta sem ræður ferð.38 Öll tjáningarform menningarinnar koma
þar til álita, eins og James W. Volez minnir á. Texti er best skil-
greindur sem „flókið safn tákna sem túlka verður í ljósi annarra
tákna“.39
Þannig mætti fjalla um Abrahamsstefin út frá fjöldamörgum
táknum, t.d. Guði, manni, eldi, lífi o.s.frv. En um þau má einnig
fjalla út frá þeim stöðum þar sem þau birtast í samhengi Gamla
testamentisins og í Tvíbókarriti Lúkasar eða með samanburði þar
á milli. Og vissulega er samanburður af því tagi hluti af túlkunar-
vanda ritskýrandans. En skyldi eitthvað annað leynast að baki
hinum mörgu tilvísunum til Abrahams og öðrum stefjum þeim
tengdum?
Ekkert er eðlilegra en að ráðast í samanburð þar sem hliðstæð-
ur blasa við, eins og sést í orðalyklum einum þegar bornir eru
saman textar Lúkasar um Abraham og hliðstæður þeirra í Gamla
testamentinu. Eftir sem áður eru það einkum textar við upphaf og
endi þessarar Abrahamskeðju sem vekja sérstaka forvitni. Annars
vegar er þar um að ræða stefin í lofsöng Maríu þar sem talað er um
hvernig Guð hefur minnst miskunnar sinnar og „tekið að sér Isra-
el, þjón sinn“, eins og hann hafði heitið Abraham. Hins vegar eru
stefin úr sögu Ísraelítanna sem Stefán vitnar til í ræðu sinni: land-
ið sem heitið er Abraham, niðjarnir sem heitið er barnlausum
Abraham, sáttmáli umskurnarinnar sem gefinn var Abraham og
loks hlutskipti Jósefs, þ.e. sonar Jakobs, en Jakob hafði rænt Esaú
blessun föður síns sem frumburður ísaks föður þeirra (1M 27). í
Egyptalandi segir Stefán að rætast skyldi fyrirheitið um niðja til
handa Abraham og að fjörutíu árum liðnum hefði Móse birst eng-
ill í logandi runna þar sem Guð opinberaði hver hann væri.
37 Sbr. James W. Volez, „Multiple Signs, Aspects of Meaning, and Self as Text: El-
ements of Intertextuality," í Intertextuality and the Bihle, 149-164.
38 Sama rit, 149.
39 Sama rit, 150.