Skírnir - 01.09.2003, Page 115
ÁRNI BERGMANN
Bókmenntir í lífsháska
Deilur um hlutverk og möguleika
rússneskra bókmennta
Hverjum þykir sinn fugl fagur og því er ekki að undra þótt
skáld fari oft með stórar fullyrðingar um mikilvægi bókmennta.
Bókmenntir taka svip af hverju menningarsamfélagi, af hverjum
einstaklingi sem mælir, en þær eiga sér engu að síður sterkan sam-
nefnara. Til dæmis getum við heyrt tvö höfuðskáld, annars vegar
stórþjóðar eins og Rússa, hins vegar Islendinga, halda því hátt á
loft um svipað leyti að afrek í skáldskap, iðkun bókmennta sem og
áhugi á þeim séu dýrmætasta einkenni þjóðar þeirra, gott ef ekki
það sem mestu ræður um sjálfa tilveru þeirra í heiminum. Halldór
Laxness talar í þjóðhátíðarræðu sinni 1974 um að engin þjóð hafi
í sama mæli og Islendingar gefið sig að orðsins list og bætir því við
að „þann dag sem við hættum að yrkja fyrir fullt og fast, þá megi
bréfa að hér sé uppvöknuð önnur þjóð en var."1 Rússneska skáld-
konan Anna Akhmatova segir stolt og glöð í samtali við vinkonu
sína Lidiju Tsjúkovskuju árið 1965 að sér hafi verið sagt að í Evr-
ópu séu bókmenntirnar í kreppu, „á þeim hafi menn æ minni
áhuga. Hjá okkur blasir allt annað við ... Hjá okkur hafa menn
meiri ást á skáldskap en nokkru sinni fyrr.“2
Fyrr og síðar hafa slíkar yfirlýsingar tekist á við efasemdir um
stöðu bókmennta, umkvörtun um vanmátt þeirra og áhrifaleysi.
En á síðari áratugum gerist það í vaxandi mæli að bókmenntir eru
sagðar á útleið, þær hrekist úr því hásæti sem þær hafi skipað, enda
hafi þær glatað áhrifamætti sínum og siðferðilegu gildi - hvort sem
menn vildu hafa þær til að bæta heiminn, eigið samfélag eða styrkja
1 Halldór Laxness, Þjóðhátíðarrolla. Reykjavík 1974, bls. 11.
2 Lidija Tsjúkovskaja, Zametki ob Anne Akhmatovoj. Moskvu 1997, bls. 281.
Skírnir, 177. ár (haust 2003)